Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Blaðsíða 26

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Blaðsíða 26
26 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005 hafa fyrst og fremst beinst að því að auka sjálfstæði skóla um eigin málefni og styrkja þá til þróunar á eigin forsendum. Jafnframt hefur skólafólk verið hvatt til þess að leggja mat á eigin starfshætti og nýta matið til umbóta. Í skýrslu Nefndar um mótun menntastefnu frá 1994 og í skýrslunni Til nýrrar aldar frá 1991 er lögð áhersla á gildi sjálfsmats fyrir skólaþróun. Með þessum skýrslum var lagður grunnur að þeim breytingum sem gerðar voru með lögum um grunnskóla árið 1995 og lögum um framhaldsskóla 1996. Í skýrslunum er fjallað um sjálfsmat sem forsendu endurnýjunar og framfara og starfsfólk skóla hvatt til þess að gera sjálfsmat að föstum þætti í starfi sínu. Með því móti verði til gæðakerfi innan skólanna. Meginröksemdir fyrir þessum áherslum eru tvær. Í fyrsta lagi kalli stjórnunarhættir nú á tímum á innra mat á starfsháttum og í öðru lagi sé brýnt að auka opinbert eftirlit með skólastarfi. Lagaákvæði um sjálfsmat hafa verið sett fyrir öll skólastig en ákvæðin um eftirlit með framkvæmd þess eru mismunandi. Lög um grunnskóla kveða á um að sjálfsmatsaðferðir skuli metnar á fimm ára fresti, eða eins og segir í 49. grein laga um grunnskóla nr. 66/1995: Sérhver skóli innleiðir aðferðir til að meta skólastarfið, þar á meðal kennslu og stjórnunar hætti, samskipti innan skólans og tengsl við aðila utan skólans. Á fimm ára fresti skal að frumkvæði menntamálaráðuneytisins gerð úttekt á sjálfsmatsaðferðum skóla. Í kjölfar þessarar lagasetningar var stofnuð sérstök deild í menntamálaráðuneytinu sem skyldi annast mat og eftirlit með sjálfsmati skólanna. Sú leið var valin að leita eftir tilboðum frá einstaklingum og stofnunum sem búa yfir þekkingu á mati til að annast framkvæmd þess. Frá árinu 2001 hafa sjálfsmatsaðferðir allra íslenskra grunnskóla verið metnar og hefur menntamálaráðuneytið gefið út skýrslur um þær úttektir ár hvert.2 Í þessum skýrslum ráðuneytisins er greint frá þeim viðmiðum sem stuðst var við í úttektunum og birt yfirlit um framkvæmd sjálfsmatsins. Af skýrslunum má ráða að þótt margir skólar hafi lagt mat á einstaka þætti skólastarfsins virðast fáir þeirra hafa þróað aðferðir til þess að meta skólastarfið í heild. Í skýrslunni frá 2004 kemur fram að 29 skólar, eða 16% allra grunnskóla, stundi kerfisbundið sjálfsmat, 40 skólar, eða 22%, stundi kerfisbundið sjálfsmat á tilteknum þáttum og að 57 skólar, eða 31% þeirra, hafi gefið út sjálfsmatsskýrslur (bls. 6). Loks segir í skýrslunni: „Framkvæmd sjálfsmats í heild var metin fullnægjandi í 24 af þeim 69 skólum sem höfðu framkvæmt kerfisbundið sjálfsmat …“ (bls. 8). Í ljósi þessara niðurstaðna er áhugavert að kanna nánar framkvæmd laganna um sjálfsmat í grunnskólum. Þessi rannsókn beindist að því að afla upplýsinga um hvaða þættir hafi einkum áhrif á það hvernig skólum hefur miðað við að innleiða sjálfsmat og nýta það til umbóta fyrir starfsemi sína. Sjálfsmat og stjórnun skóla Nú á tímum er stundum talað um „Skólann sem lærir“ (Dimmer og Metiuk, 1998; Earley og Weindling, 2004; Russel, 1996; Selvevaluering i praksis, 2002). Í þessu felst sú afstaða að allir sem að skólanum koma sýni stöðugan vilja til að læra og þroskast, starfsmenn jafnt sem nemendur og foreldrar. Slíkan skóla má líta á sem námsfúsa stofnun þar sem allt starfið er skipulagt með þessar áherslur að leiðarljósi. Matið er hluti af námsferli þar sem allir hagsmunaaðilar leggja mat á starfið með gagnrýnu hugarfari og afla þannig mikilvægra upplýsinga sem nýta má til þess að þróa starfið og bæta það (Argyris og Schön, 1978; Hopkins, 1997; MacBeath, 1999; Senge o.fl., 2 Á árinu 2001 voru teknir út tæplega 30 skólar. Í skýrslunni Niðurstöður úttekta á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla 2001– 2003 (Menntamálaráðuneytið, 2004) segir að úttektum á öllum grunnskólum landsins sé lokið, í alls 184 skólum. Sjálfsmat í grunnskólum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.