Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Blaðsíða 31

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Blaðsíða 31
31 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005 stað verkefni um sjálfsmat innan skólans og átti þá að beita aðferðum starfendarannsókna. Kennarar á yngsta stigi skólans höfðu einkum áhuga á þessu verkefni. Verkefnið féll niður en kennarar hafa hug á að endurvekja það. Ýmis þróunarverkefni hafa verið unnin en að mati aðstoðarskólastjóra tengjast þau sjálfsmati ekki sérstaklega heldur almennum umbóta- áhuga og metnaði kennara. Fyrir liggur að endurskoða sjálfsmatsáætlun í byrjun skólaárs 2005–2006. Í Bylgjuskóla hefur sjálfsmat verið á dag- skrá frá árinu 2000. Það markaði tímamót í þeirri vinnu þegar Skólarýnir var keyptur fyrir skóla sveitarfélagsins. Starfsmönnum fannst Skólarýnirinn erfiður viðfangs en notuðu Kanna, þótt hann sé þeim annmarka háður að byggjast á fastmótuðum spurningum. Stofnaður var matshópur sem hefur haft umsjón með matsmálum innan skólans og bera aðstoðarskólastjórar hitann og þungann af þeirri vinnu. Að mati hópsins hafa niðurstöður innra mats og þess ytra verið jákvæðar fyrir skólann. Hann hefur komið vel út og „… niðurstöðurnar úr þessu öllu hafa verið mjög gefandi fyrir skólasamfélagið“. Að mati hópsins hafa niðurstöður leitt til þess að umbótaáætlanir hafa verið gerðar og þeim fylgt eftir. Gerð hefur verið tilraun með rýnihópa sem fjalla um stefnu skólans og hefur sú tilhögun gefist vel. Skólinn hefur nú látið hanna eigið matstæki sem ætlunin er að nota áfram og gert er ráð fyrir aukinni aðild kennara að matsferlinu. Niðurstöður samræmdra prófa eru mikið ræddar og hefur „virðisaukinn“ milli árganga verið til sérstakrar skoðunar. Í Ölduskóla hefur margt gerst á sviði sjálfsmats að mati skólastjóra og undir það taka aðrir viðmælendur. Sitthvað hefur verið reynt frá því lögin tóku gildi, m.a. hefur skólinn tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi um mat á skólastarfi. Skólinn hefur aldrei sett upp heildarkerfi í þessum efnum en leggur kapp á að nýta markvisst allar upplýsingar sem hann hefur um skólastarfið, svo sem próf, foreldraviðtöl og starfsmannaviðtöl. Einnig hefur farið fram styrk- og veikleikagreining mörg undanfarin ár í lok skólaársins. Árin 1997 til 1998 fékk skólinn styrk til að þróa aðferðir við að nota sjálfsmat sem lið í umbótum innan skólans. Í upphafi var stuðst við Skólarýni en þættir úr honum hafa síðan verið lagaðir að sjálfsmatskerfi skólans. Skólastjóri og aðrir stjórnendur hafa umsjón með sjálfsmatinu. Margvíslegar kannanir eru lagðar fyrir og má nefna eineltiskönnun, könnun á málþroska og hreyfiþroskapróf. Könnun á líðan nemenda er lögð fyrir árlega og sér bekkjarkennari um framkvæmdina. Unnið er skipulega úr þessum könnunum og eru umsjónar kennarar þar í lykilhlutverki. Kennarar gátu þess að nemendur í 5. og 8. bekk framkvæmdu sjálfsmat í lok hverrar kennslustundar. Skólinn hefur sótt um styrk til að safna megi saman öllum sjálfsmatsverkfærum sem þróuð hafa verið, nýta þau betur innan skólans og setja í rafrænt form svo aðrir skólar geti nýtt sér reynsluna sem fengist hefur af þeim. Helstu skýringar á því hvernig skólum hefur miðað Eins og fram hefur komið er talsverður munur á því hvað hefur verið gert í skólunum sex til að hrinda sjálfsmati í framkvæmd. Af þeim gögnum sem safnað var má ráða að frumkvæði skólastjórnenda, þekking á sjálfsmati og sjálfsmatsaðferðum og viðhorf kennara til sjálfsmats skýri best hvernig skólum hefur miðað. Forysta Í þeim tveimur skólum þar sem lítið sem ekkert hafði verið gert á sviði sjálfsmats höfðu orðið skólastjóraskipti og höfðu hvorki nýju skólastjórarnir né fyrirrennarar þeirra gert sjálfsmat að forgangsmáli. Í Sjafnarskóla hafði Skólarýnir verið keyptur að frumkvæði fræðsluyfirvalda en ekki skólans. Að mati skólastjóra voru kennarar í upphafi hræddir við ákvæðið um sjálfsmat og ekki áhugasamir um að takast á við verkefnið. Að mati aðstoðarskólastjóra hafði ekki mikið gerst í Sjálfsmat í grunnskólum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.