Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Blaðsíða 38

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Blaðsíða 38
38 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005 segja að bragurinn hafi einkennst af virkri samvinnu (e. collaboration). Í þeim tveimur sem næstir koma einkenndist bragurinn fremur af fyrirskipuðu samstarfi (e. contrived collegiality), svo notuð séu hugtök Hargreaves (1994) um mismunandi skólamenningu. Í þeim tveimur skólum þar sem lítið sem ekkert sjálfsmat hafði farið fram virtist bragurinn vera meira í anda einstaklingshyggju (e. individualism) en samstarfs. Þau einkenni sem hér hefur verið lýst hafa áhrif á framkvæmd sjálfsmatsins. Stjórnendur þurfa því að gera sér grein fyrir aðstæðum og undirbúa jarðveginn sem best. Stjórnun verkefnisins þarf að vera markviss þar sem lokatakmarkið er að móta skólabrag sem er virkur, framsækinn og heildstæður. Niðurlag Eins og segir í inngangi benda athuganir menntamálaráðuneytisins til þess að starfsfólki grunnskóla hafi gengið misvel að innleiða sjálfsmat. Í þeirri rannsókn sem hér er greint frá var leitað skýringa á því hvaða atriði hefðu áhrif á framkvæmd sjálfsmats í skólum. Í ljós kom að talsverður munur er á getu skólanna til að fást við verkefnið en sá munur reyndist ekki háður stærð skóla. Margir þættir hafa áhrif á þessa getu en þekking á sjálfsmati og þekking á stjórnun breytinga er nauðsynleg forsenda þess að vel takist til (Fullan, 2001; 2005). Í þeim skólum þar sem getan er mest er jarðvegur frjór og hefur myndast á löngum tíma vegna markvissra stjórnunarhátta og þátttöku í þróunar- og umbótaverkefnum. Slíkur jarðvegur einkennist af gagnrýni og framsækni og skólasamfélagið lítur á sjálfsmat sem tækifæri til breytinga og þróunar. Starfið í slíkum skólum ber flest einkenni þeirrar kjörmyndar sem oft er kennd við námsfúsa starfsheild. Í þeim skólum þar sem getan er minnst er þessu á annan veg farið. Þar hefur ekki náðst að byggja upp þekkingu og skilning á gildi sjálfsmats fyrir skólaþróun og framfarir. Þar einkennist skólabragurinn meira af hlutleysi og er fjær kjörmyndinni af hinni námsfúsu starfsheild. Íslenskir kennarar hafa lengst af notið mikils faglegs sjálfstæðis og störf þeirra hafa ekki verið metin á formlegan hátt. Krafan um mat á skólastarfi er ekki sprottin úr grasrótinni, frá kennurum eða öðru starfsfólki skóla. Af þessum sökum má ætla að einhverjum þeirra hafi ekki hugnast að taka þátt í formlegu, kerfisbundnu mati. Við slíkar aðstæður skiptir miklu að skólastjóri og samstarfsfólk hans undirbúi jarðveginn fyrir sjálfsmatið og gefi þeirri vinnu þann tíma sem þarf á hverjum stað. Einnig er mikilvægt að kennarar láti sig málið varða, nýti þau tækifæri sem lögin veita til þess að hafa áhrif á þær aðferðir sem notaðar eru við matið og nýti niðurstöður matsins til umbóta í skólum. Abstract A study of self-evaluation practices in six basic schools in Iceland In Iceland, self-evaluation was stipulated in the 1995 Basic School Act. Checks by the Ministry of Education indicate a great variation in the implementation of this policy. The purpose of this study was to examine what might explain this difference. School principals and teachers in six basic schools of different size and location were interviewed. The differences between the schools can be explained by the know-how in self-evaluation, leadership of principals, and the attitudes of principals and teachers towards self-evaluation as a mean for change and development. Heimildir Aðalnámskrá grunnskóla. Almennur hluti. (1999). Reykjavík: Menntamála- ráðuneytið. Argyris, C. (1993). Knowledge for action: A guide to overcoming barriers to organizational change. San Francisco: Jossey-Bass. Sjálfsmat í grunnskólum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.