Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Blaðsíða 13

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Blaðsíða 13
13 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005 þar á milli en vænst hafði verið. Af þeim sex atriðum sem nefnd eru hér að framan tengdust væntingar foreldra til námsgengis barnanna sterkast námsárangri en aðhald foreldra með heimanámi virtist skipta minnstu af þessum þáttum. Ekki kemur nægilega skýrt fram í samantektinni hvort væntingar foreldra um námsgengi vísi hér til væntinga foreldra um námsárangur barnsins og/eða um hve miklu námi barnið muni ljúka. Tengsl á milli þátttöku foreldra í skólagöngu barna við brotthvarf ungmenna frá námi hafa lítt verið könnuð (McNeal, 1999; Rumberger, 1995). Þó má nefna rannsókn Alexanders og félaga (1997) sem sýndi að þau ungmenni voru ólíklegri til að ljúka framhaldsskóla sem áttu foreldra sem höfðu litlar væntingar til námsgengis þeirra í byrjun grunnskóla (hér er átt við bæði væntingar um námsárangur og um hve miklu námi barnið muni ljúka). Þessi niðurstaða kom fram að teknu tilliti til félags- og efnahagslegrar stöðu foreldranna. Þá hefur komið fram að þátttaka foreldra í foreldra- og kennarafélögum skólans og aðhald foreldra við heimanám unglinga virðast minnka líkur á brotthvarfi þeirra frá námi (McNeal, 1999; Rumberger, 1995). Í rannsókn McNeal kom jafnframt fram að tengsl þátttöku foreldra í skólagöngu barnsins við námsgengi þess voru með mismunandi hætti eftir því hvaða mælikvarði var lagður á námsgengi. Þannig tengdist til dæmis umræða foreldra og barna um skólann góðum námsárangri barna þeirra en dró ekki úr líkum á brotthvarfi þeirra frá námi. Fyrrnefnd samantekt bendir til þess að flókin tengsl séu á milli þátttöku foreldra í skólagöngu barna og námsárangurs þeirra annars vegar og brotthvarfs frá námi hins vegar. Niðurstöðurnar eru jafnvel misvísandi og hefur það verið skýrt annars vegar með því að ólíkar mælingar séu notaðar til að meta þátttöku foreldra í skólagöngu barnsins og hins vegar því að oft séu mælingar of einfaldar þegar í raun sé um að ræða flókið samspil margra þátta (Fan og Chen, 2001). Velta má því fyrir sér hvort þessi nálgun við að meta tengsl samskipta foreldra og barna við námsgengi hafi verið of þröng. Hugsanlega er heppilegra að beina athyglinni að uppeldisaðferðum foreldranna í stað afmarkaðri þátta sem tengjast beint skóla- göngu. Í því samhengi má nefna niðurstöður Steinberg, Lamborn, Dornbusch og Darling (1992) sem benda til að það fari eftir uppeldisaðferðum foreldra hver tengslin eru á milli þátttöku foreldra í skólagöngu barnsins og námsárangurs þess. Þátttaka for- eldra í skólagöngu unglinga ýtti undir betri námsárangur einungis hjá unglingum leiðandi foreldra. Leiðandi uppeldi einkennist af því að foreldrar krefjast þroskaðrar hegðunar af barni sínu, sýna því viðurkenningu, hvatningu og hlýju en setja jafnframt skýr mörk með viðhlítandi skýringum á því hvað er tilhlýðilegt og hvað ekki (Baumrind, 1971). Niðurstöðu sína túlkar Steinberg (2001) á þá leið að það sé ekki aðeins hvað foreldrar geri í tengslum við skólastarfið og námið sem skipti mestu máli heldur hvers konar uppeldisaðferðir foreldrar noti í samskiptum við börn sín. Á sviði rannsókna á uppeldisaðferðum foreldra er kenning Díönu Baumrind sennilega einna þekktust. Hugmyndafræðilegur grunnur kenningarinnar (Baumrind, 1971; Steinberg, 2001) er sá að börn sem búa við leiðandi upp- eldi, þ.e. viðurkenningu og hlýju foreldra sinna, stuðning þeirra og mörk, séu móttækilegri fyrir leiðbeiningum foreldra en börn sem búa við annars konar uppeldi; félagsmótunin verði þar af leiðandi árangursríkari. Heimilisbragur sem einkennist af gagnkvæmu trausti og viðurkenningu – þar sem málin eru rædd og lögð áhersla á að laða fram sjónarmið bæði barnanna og foreldranna – efli þroska barnanna vitsmunalega og félagslega og styrki sjálfsmynd þeirra og ábyrgðarkennd. Fyrstu rannsóknir Baumrind (1971) á þessu sviði beindust að tengslum á milli þroska barna á forskólaaldri og uppeldisaðferða foreldra. Þar kom fram að strax á þeim aldri barnanna megi greina mismunandi þroska þeirra eftir uppeldisaðferðum foreldranna. Börn leiðandi foreldra reynast best sett; þau eru afar virk Brotthvarf frá námi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.