Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Side 60
60
Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005
leikskólasamfélagi. Dæmi um þetta eru
eftirfarandi ummæli eins leikskólastjórans:
Það er svo mikilvægt að æfa þessi
samskipti. Læra inn á þetta lýðræði,
læra inn á þessar almennu reglur,
samskiptareglur, siðareglur, allt þetta
óskráða, það læra þau þarna, þau læra
þetta ekki í stýrðum stundum. Síður.
Námssvið leikskólans
Af þeim sex námssviðum leikskólans
sem tiltekin eru í Aðalnámskrá leikskóla
(Menntamálaráðuneytið, 1999), hreyfingu,
málrækt, myndsköpun, tónlist, náttúru og
umhverfi, menningu og samfélagi, var í
viðtölunum oftast rætt um málrækt og listgrein-
ar. Nokkuð margir viðmælendanna ræddu um að
í leikskólanum færi fram málörvun og nokkrir
nefndu markvissa ritmálsörvun og sýnileika
ritmálsins. Einn leikskólastjóranna útskýrði á
eftirfarandi hátt hvernig markviss vinna með
sögur og ævintýri getur aukið orðaforða barna:
Þau kynnist kjarngóðu íslensku máli og
geti yfirfært það yfir í daglegt tal. Þegar
unnið er mikið með sögur og ævintýri
þá er mikið af orðum sem þar kemur og
í þessari forvinnu okkar þegar við förum
í gegnum ævintýrið þá strikum við undir
hvaða orð við höldum að við þurfum að
skýra og sem sagt gerum það ... Ég man
þegar við vorum með Gilitrutt ... einn
strákur sem nennti ekki að klæða sig og
sat í fataklefanum og við fórum að gera
athugasemd og þá sagði hann „Já ég er
duglaus og dáðlaus.“
Auk vinnu með málrækt nefndu allmargir
viðmælendur námssviðin tónlist og mynd-
sköpun. Það sjónarmið kom fram að ef áhersla
er lögð á að börnin fái tækifæri til að tjá sig
og koma hugðarefnum sínum fram í gegnum
listgreinar öðlist þau styrk og þor til að takast
á við ný og framandi verkefni. Algengt var
að unnið væri í afmörkuðum vinnustundum
með námssviðin. En auk þess lögðu nokkrir
viðmælendur áherslu á að vinna með náms-
sviðin í öllu daglegu starfi. Einn leikskólastjóri
ræddi um tónlist í leikskólastarfinu og lagði
áherslu á að auk skipulagðra tónlistartíma væri
tónlistin ríkur þáttur í daglegu starfi leikskólans.
Hún taldi ekki nægjanlegt að hafa tónlistina á
dagskrá í afmörkuðum stundum og sagði:
... ekki er nóg að [hafa] tónlist í tónstund
á milli klukkan ellefu og tólf. Heldur
verður að horfa á hvað gerist í þessari
stund og síðan að vera vakandi fyrir
því sem gerist hjá börnunum í öðrum
stundum yfir daginn, t.d. útivist, og sjá
hvort að það sé einhver tenging á milli
þessara stunda og þess sem börnin eru
að læra og þróa með sér.
Hjá nokkrum viðmælendum kom einnig
fram að tiltekið námssvið hafði verið valið
sem meginviðfangsefni leikskólans og
endurspeglaðist í öllu starfi hans. Einn leik-
skólastjórinn útskýrði t.d. að hreyfing væri
meginþema leikskólans og að ráðinn hefði verið
fagstjóri til að hafa umsjón með þeim þætti.
Hún sagði: „Það er íþrótta- og hreyfikennari
sem stjórnar því hvernig hreyfistarfið fer fram
í leikskólanum allt árið og kennir íþróttir allan
daginn og allir [fara] tvisvar sinnum í viku til
hans.“
Í aðalnámskrá leikskóla (Menntamála-
ráðuneytið, 1999) kemur fram að börn eigi í
leikskólanum að kynnast því samfélagi sem
þau lifa í og leikskólanum beri að nýta þau
menningarlegu og félagslegu tækifæri sem
umhverfi hans og staðsetning gefur kost á.
Nokkrir viðmælenda nefndu mikilvægi þess að
í leikskólanum sé tekið mið af þeim veruleika
sem börn lifa í með fjölskyldu sinni og að
þau kynnist ýmsum þáttum samfélagsins og
fái tækifæri til að sjá að við lifum í stærra
samfélagi. Sem dæmi um hvernig leikskólinn
tengdist samfélaginu og nærumhverfi barnanna
voru nefndar ferðir út fyrir leikskólann, á
bókasafn, í kirkju og fleira því tengt. Einn
leikskólastjóranna nefndi dæmi um það hvernig
vinna barnanna með bækur var sett í víðara
samhengi og tengd við samfélagið:
Um daginn, þá voru þau að gera bækur.
Hvers vegna ... nú er bókaútgáfa á fullu
á Íslandi. Af hverju ekki að fara upp í
Odda, af hverju ekki að gera eitthvað
úr þessu, þar sem við þykjumst vera
bókaþjóð.
Nokkrir leikskólastjóranna nefndu stærð-
Hvernig tala leikskólastjórar um leikskólann?