Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Blaðsíða 14

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Blaðsíða 14
14 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005 og þroskuð, sýna mikið sjálfstæði, mikinn sjálfsaga og hafa tiltrú á sjálfum sér. Auk þess eru þau vingjarnleg og samvinnufús. Uppeldisaðferðir foreldra skipta því miklu frá fyrstu árum barnsins og leggja mikilvægan grunn að velferð þess eins og fjölmargar rannsóknir benda til (sjá yfirlit Steinberg, 2001). Með öðrum orðum, á unglingsárum hefur grunnur verið lagður að sjálfsmynd unglinganna og hæfni þeirra á ýmsum sviðum, m.a. að tiltrú þeirra á sjálfum sér, sjálfsaga og viðhorfum til náms sem tengst geta námsgengi þeirra. Í nýlegum rannsóknum bæði hér á landi og erlendis, sem grundvallast á kenningu Baumrind, hefur verið athugað hvernig viðurkenning foreldra, hegðunarstjórn þeirra og stuðningur tengist hæfni og aðlögun unglinga. Tengsl þessara uppeldisþátta hafa til dæmis verið könnuð við námsárangur (Herman, Dornbusch, Herron og Herting, 1997; Sigrún Aðalbjarnardóttir og Kristjana Stella Blöndal, 2004), sjálfsmynd og líðan (Sigrún Aðalbjarnardóttir og Kristín L. Garðarsdóttir, 2004a, 2004b; Steinberg, Lamborn, Darling, Mounts og Dornbusch, 1994) og vímuefnaneyslu (Lamborn, Mounts, Steinberg og Dornbusch 1991; Sigrún Aðalbjarnardóttir og Leifur G. Hafsteinsson, 2001). Stuðningur (involvement) vísar til þess hvort foreldrar hvetja börn sín til að standa sig vel og veita þeim stuðning. Viðurkenning (psychological autonomy granting) vísar til þess hvort foreldrar hvetja börn sín til að tjá eigin hugmyndir, skoðanir og tilfinningar, hvort þeir taka þeim hugrenningum vel og sýna þeim með því virðingu. Andstæða viðurkenningar er sálræn stjórn foreldra sem snýst um að foreldrar ásaka oft börn sín og gera lítið úr hugmyndum þeirra og skoðunum; þeir setja sífellt út á þau og ráðskast með líf þeirra. Hegðunarstjórn (behavioral control) vísar til þess hvernig foreldrar stjórna hegðun barna sinna, t.d. hvort þeir setja þeim skýr mörk og framfylgja þeim. Munurinn á sálrænni stjórn og hegðunarstjórn felst í því að hin fyrrnefnda beinist að tilfinningum fólks en hin síðarnefnda að því að stjórna hegðun (Lamborn o.fl., 1991; Gray og Steinberg, 1999). Niðurstöður rannsókna á þessum þremur þáttum uppeldis: stuðningi, viðurkenningu og hegðunarstjórn benda til að þeir tengist námsárangri unglinga á aldrinum 11–17 ára (Gray og Steinberg, 1999; Herman o. fl., 1997; Steinberg, Elmen og Mounts, 1989). Eftir því sem stuðningur foreldra og viðurkenning þeirra er meiri þeim mun hærri einkunnir hljóti unglingarnir. Þá hefur komið fram að unglingar sem búa við miðlungs hegðunarstjórn foreldra fá að jafnaði hærri einkunnir en þeir sem búa við mikla hegðunarstjórn (Gray og Steinberg, 1999; Kurdek, Fine og Sinclair, 1995). Fáar rannsóknir virðast aftur á móti hafa beinst að því að kanna tengsl á milli uppeldis- aðferða foreldra og brotthvarfs ungmenna frá námi. Þó skal nefna að í þversniðsrannsókn Rumberger, Ghatak, Poulos, Ritter og Dornbusch (1990), sem studdust við kenningu Baumrind, kom fram sú vísbending að unglingar (15–17 ára) eftirlátra foreldra væru líklegri til að hætta í námi en nemendur leiðandi og skipandi foreldra (skýr mörk foreldra en án útskýringa). Í þeirri rannsókn var hópur brotthvarfsnemenda of fámennur til að hægt væri að taka tillit til annarra þátta, eins og félags- og efnahagslegrar stöðu foreldra. Af framangreindu má sjá að skortur er á rannsóknum þar sem uppeldisaðferðir foreldra eru skoðaðar í tengslum við brotthvarf ungmenna frá námi. Hér verður lögð áhersla á að skoða þessi tengsl. Jafnframt hefur verið bent á að í flestum rannsóknum til þessa hafi athyglin beinst að yngri aldurshópum og rannsóknir skorti á hvernig uppeldisaðferðir foreldra tengist velferð unglinga (Steinberg, 2001). Við athugum hér hvernig uppeldisaðferðir foreldra við 14 ára aldur ungmenna tengjast brotthvarfi þeirra frá námi og miðum við hvort þau hafa lokið framhaldsskólaprófi 22 ára gömul. Við byggjum á kenningu Baumrind (1971) um mismunandi uppeldisaðferðir foreldra og beinum athyglinni að þeim þremur þáttum uppeldis sem teljast uppistaða leiðandi Brotthvarf frá námi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.