Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Blaðsíða 75

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Blaðsíða 75
75 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005 spurninga eða prófatriða. Þeir verða að tryggja að málfar, spurning, fyrirmæli og form falli saman, en einnig er mikilvægt að halda formi prófatriða óbreyttu. Leiðbeiningar um markviss vinnubrögð við prófagerð og samningu prófatriða eða spurninga eiga almennt við um þýðingar og staðfærslur á mælitækjum (sjá m.a. Crocker og Algina, 1986; Fowler, 2000; Grisay, 2004; Þorlákur Karlson, 2003). Endurbætur og gæðamat Rannsóknir á þýðingum og staðfærslum mælitækja hafa sýnt að jafnvel þegar vel er að verki staðið er full þörf á að leita hnökra í staðfærðri þýðingu og bæta úr ef þeir finnast. Hafa þær leitt í ljós að margvísleg vandamál geta komið upp. Efniviður eða hugmynd atriðisins getur brenglast í þýðingu, framsetning þess verið í ósamræmi við það sem markhópur á að venjast og þýðing og staðfærsla getur dregið úr eða bætt við merkingu. Algengt orð er stundum þýtt með sjaldgæfu orði eða öfugt, þýðing verður lengri en frumtexti, málfar fylgir stundum reglum frummáls, setningarbygging tekur stundum ekki mið af málhefð þýðingarmáls eða þroska væntanlegs markhóps, ósamræmi er í þýðingu orða sem koma oft fyrir í mælitækinu, efniviður atriðis á ekki við í þýðingarlandi, vinnureglur um uppbyggingu atriða í prófum eða spurningalistum eru brotnar og uppsetning er ekki í samræmi við frumútgáfu (Allouf, Hambleton og Sireci, 1999; Ercikan, 1998; Gierl og Khaliq, 2001; Solano-Flores, Contreras-Niňo og Backhoff, 2005). Hnökrar á staðfærðri þýðingu mælitækisins veikja hana og leiða til þess að próffræðilegir eiginleikar verða ekki sem skyldi eins og sýnt var fram á fyrr í þessari grein. Til að geta metið hvort nauðsynlegt sé að breyta atriðum í staðfærðri þýðingu mælitækisins er nauðsynlegt að safna upplýsingum um styrkleika og veikleika hennar (Brachen og Barona, 1992; Hambleton og Bollwark,1991; Prieto, 1992). Huga þarf að því hvort atriði nái að meta sama flöt hugsmíðar og frumútgáfan gerir, hvort efnistök atriða henti markhópi, hvort málfar sé viðeigandi fyrir markhóp, hvort textinn sé á góðri íslensku, hvort próffræðilegir eiginleikar atriða séu heppilegir og hvort tengsl mælitækisins við aðrar breytur séu í samræmi við væntingar (Hambleton, 2005; van de Vijver og Hambleton, 1996). Mismunandi aðferðir við gæðamat henta til að kanna þessi atriði og því er nauðsynlegt að nota upplýsingar úr ólíkum áttum til að draga fram eins marga vankanta og unnt er. Því verður að velja markvissar leiðir við gæðamat og verja fjármunum og tíma með sem bestum hætti. Til að fá upplýsingar um hve vel efniviður atriða hentar markhópi er best að leita til hópsins sjálfs. Einfaldast er að láta fáeina einstaklinga svara mælitækinu og benda á atriði sem þeim þykja illa orðuð eða torskilin (Brachen og Barona, 1992; Hambleton og Bollwark, 1991; Prieto, 1992). Gagnleg aðferð sem gerir kleift að fá fram fjölbreytilegar athugasemdir markhóps er rýnihópar (focus groups) (Krueger og Casey, 2000). Spurt er út í einstök atriði í fjögurra til átta manna hópum og umræðum komið af stað þar sem ólíkum skilningi eða sjónarmiðum er velt upp. Hægt er að beina umræðunni að einstökum atriðum mælitækisins eða að hugsmíðinni eins og þátttakendur skynja hana og ræða atriðin í ljósi hennar. Ábendingar um málfar er best að fá frá markhópi og margar leiðir til þess færar. T.d. er heppilegt fyrsta skref í gæðamati að láta einstaklinga úr markhópi svara mælitækinu og benda á atriði sem stinga í stúf. Þessi atriði eru síðan lagfærð áður en farið er í umfangsmeira gæðamat (Brachen og Barona, 1992; Hambleton og Bollwark,1991; Prieto, 1992). Önnur aðferð er að láta þátttakendur „hugsa upphátt“ meðan þeir svara mælitækinu. Þegar þeir orða hugrenningar sínar kemur fram hvað þeir hnjóta um eða skilja illa (Grisay, 2003). Í þriðja lagi má nýta rýnihópa með þátttakendum úr markhópi, séu þeir notaðir, og beina hluta umræðunnar að málfari og því hvernig þátttakendur skilja texta eða atriði mælitækisins. Í fjórða lagi má fá fjölbreytilegar athugasemdir frá þátttakendum Þýðing og staðfærsla á spurningalistum og prófum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.