Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Page 75

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Page 75
75 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005 spurninga eða prófatriða. Þeir verða að tryggja að málfar, spurning, fyrirmæli og form falli saman, en einnig er mikilvægt að halda formi prófatriða óbreyttu. Leiðbeiningar um markviss vinnubrögð við prófagerð og samningu prófatriða eða spurninga eiga almennt við um þýðingar og staðfærslur á mælitækjum (sjá m.a. Crocker og Algina, 1986; Fowler, 2000; Grisay, 2004; Þorlákur Karlson, 2003). Endurbætur og gæðamat Rannsóknir á þýðingum og staðfærslum mælitækja hafa sýnt að jafnvel þegar vel er að verki staðið er full þörf á að leita hnökra í staðfærðri þýðingu og bæta úr ef þeir finnast. Hafa þær leitt í ljós að margvísleg vandamál geta komið upp. Efniviður eða hugmynd atriðisins getur brenglast í þýðingu, framsetning þess verið í ósamræmi við það sem markhópur á að venjast og þýðing og staðfærsla getur dregið úr eða bætt við merkingu. Algengt orð er stundum þýtt með sjaldgæfu orði eða öfugt, þýðing verður lengri en frumtexti, málfar fylgir stundum reglum frummáls, setningarbygging tekur stundum ekki mið af málhefð þýðingarmáls eða þroska væntanlegs markhóps, ósamræmi er í þýðingu orða sem koma oft fyrir í mælitækinu, efniviður atriðis á ekki við í þýðingarlandi, vinnureglur um uppbyggingu atriða í prófum eða spurningalistum eru brotnar og uppsetning er ekki í samræmi við frumútgáfu (Allouf, Hambleton og Sireci, 1999; Ercikan, 1998; Gierl og Khaliq, 2001; Solano-Flores, Contreras-Niňo og Backhoff, 2005). Hnökrar á staðfærðri þýðingu mælitækisins veikja hana og leiða til þess að próffræðilegir eiginleikar verða ekki sem skyldi eins og sýnt var fram á fyrr í þessari grein. Til að geta metið hvort nauðsynlegt sé að breyta atriðum í staðfærðri þýðingu mælitækisins er nauðsynlegt að safna upplýsingum um styrkleika og veikleika hennar (Brachen og Barona, 1992; Hambleton og Bollwark,1991; Prieto, 1992). Huga þarf að því hvort atriði nái að meta sama flöt hugsmíðar og frumútgáfan gerir, hvort efnistök atriða henti markhópi, hvort málfar sé viðeigandi fyrir markhóp, hvort textinn sé á góðri íslensku, hvort próffræðilegir eiginleikar atriða séu heppilegir og hvort tengsl mælitækisins við aðrar breytur séu í samræmi við væntingar (Hambleton, 2005; van de Vijver og Hambleton, 1996). Mismunandi aðferðir við gæðamat henta til að kanna þessi atriði og því er nauðsynlegt að nota upplýsingar úr ólíkum áttum til að draga fram eins marga vankanta og unnt er. Því verður að velja markvissar leiðir við gæðamat og verja fjármunum og tíma með sem bestum hætti. Til að fá upplýsingar um hve vel efniviður atriða hentar markhópi er best að leita til hópsins sjálfs. Einfaldast er að láta fáeina einstaklinga svara mælitækinu og benda á atriði sem þeim þykja illa orðuð eða torskilin (Brachen og Barona, 1992; Hambleton og Bollwark, 1991; Prieto, 1992). Gagnleg aðferð sem gerir kleift að fá fram fjölbreytilegar athugasemdir markhóps er rýnihópar (focus groups) (Krueger og Casey, 2000). Spurt er út í einstök atriði í fjögurra til átta manna hópum og umræðum komið af stað þar sem ólíkum skilningi eða sjónarmiðum er velt upp. Hægt er að beina umræðunni að einstökum atriðum mælitækisins eða að hugsmíðinni eins og þátttakendur skynja hana og ræða atriðin í ljósi hennar. Ábendingar um málfar er best að fá frá markhópi og margar leiðir til þess færar. T.d. er heppilegt fyrsta skref í gæðamati að láta einstaklinga úr markhópi svara mælitækinu og benda á atriði sem stinga í stúf. Þessi atriði eru síðan lagfærð áður en farið er í umfangsmeira gæðamat (Brachen og Barona, 1992; Hambleton og Bollwark,1991; Prieto, 1992). Önnur aðferð er að láta þátttakendur „hugsa upphátt“ meðan þeir svara mælitækinu. Þegar þeir orða hugrenningar sínar kemur fram hvað þeir hnjóta um eða skilja illa (Grisay, 2003). Í þriðja lagi má nýta rýnihópa með þátttakendum úr markhópi, séu þeir notaðir, og beina hluta umræðunnar að málfari og því hvernig þátttakendur skilja texta eða atriði mælitækisins. Í fjórða lagi má fá fjölbreytilegar athugasemdir frá þátttakendum Þýðing og staðfærsla á spurningalistum og prófum

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.