Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Síða 73

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Síða 73
73 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005 tengdum þýðingu og staðfærslu, σ²eþ,. Við þetta dregur atriðið dreifingu sem ekki tengist hugsmíð (construct irrelevant variance) inn í mælitækið. Óbreytt nær atriðið ekki að meta þann flöt hugsmíðarinnar sem því var ætlað en veldur á sama tíma skaða með þeirri dreifingu sem það dregur inn (Messick, 1989). Að auki er líklegt að atriðið dragi úr trausti íslenskra unglinga á rannsókninni. Til þess að meta öfgakenndustu hliðar hugsmíðarinnar þyrfti að sníða efnistök atriðisins að veruleika markhóps. Ávallt verður þó að meta þörfina á að breyta efnistökum einstakra atriða í ljósi væntanlegrar notkunar mælitækisins, t.d. við greiningu, rannsóknir, mat á aðstæðum í þýðingarlandi eða alþjóðlegan samanburð. Oftast gefa niðurstöður forprófana bestu upplýsingar um hvaða leið er heppilegust við að mæla hugsmíðina. Vinnuferli við þýðingu og staðfærslu á mælitæki Þýðingu og staðfærslu verður hér lýst sem vinnuferli er felur í sér fjóra eða fimm verkþætti: Undirbúning, þýðingu texta, endurbætur og gæðamat, stöðlun og útgáfu. Margvísleg handtök er lúta að undirbúningi eru hér tekin saman í einum verkþætti. Sjálf þýðing og staðfærsla textans er unnin í næsta verkhluta. Þriðji verkhluti felst í endurbótum þar sem staðfærð þýðing er slípuð til. Stöðlun felst í að útbúa viðmið sem gera kleift að túlka niðurstöður með tilvísun í vel skilgreindan markhóp. Þessi verkhluti á einkum við um stöðluð greiningar- og matstæki. Lokahluti, hér kallaður útgáfa, felur í sér að ganga frá mælitækinu í endanlegri gerð, rannsaka eiginleika þess og kynna það notendum, þeim sem nota mælitækið. Verkhlutunum verður nú lýst. Byggt er á eldri umfjöllunum (Brachen og Barona, 1991; Brislin, 1970, 1986; Hambleton, 1993, 2005; Hambleton og Bollwark, 1991; International Test Commission, 2001; Prieto, 1992) en skipting verkferlisins og framsetning er með nýstárlegu sniði. Undirbúningur Áður en ákvörðun um þýðingu og staðfærslu er tekin hefur óformlegur undirbúningur átt sér stað. Hætt er við að sú vinna hafi ekki verið nógu markviss og því er nauðsynlegt að endurmeta þörf og forsendur fyrir þýðingu og staðfærslu mælitækis þegar ákvörðun um verkefnið er í vinnslu (International Test Commission, 2001). Til dæmis verður að kanna hver raunveruleg þörf fyrir mælitæki er og hvernig mælitæki svarar best þeim þörfum. Meta þarf styrkleika og veikleika mælitækja sem standa til boða. Sömu áherslur eiga hér við og þegar valið er mælitæki til greiningar eða í rannsókn (Crocker og Algina, 1986). Mælitækið verður að mæla hugsmíðina í samræmi við skilgreiningu hennar í þýðingarlandinu. Því verður að athuga hvort eitthvað standi út af eða mælitækið feli eitthvað í sér sem ekki á við. Hlutverk mælitækisins verður að henta tilgangi (rannsókn, skimun, greiningu), próffræðilegir eiginleikar verða að henta notkun og slíkir eiginleikar frumútgáfu (t.d. réttmæti, áreiðanleiki eða greiningarhæfni) þurfa að vera fullnægjandi (Brachen og Barona, 1991; Hambleton og Bollwark, 1991; International Test Commission, 2001; Prieto, 1992). Full ástæða er til að huga að því hvort betur fari á því að þróa nýtt mælitæki en þýða og staðfæra erlent. Meðal þess sem ræður því er hve sterk menningarleg sérkenni hugsmíðarinnar eru, hvort völ sé á góðu erlendu mælitæki, hvort hugsmíðin sé nátengd menningarlegum sérkennum og hversu flókið mælitækið er (van de Vijver og Poortinga, 2005). Þótt til séu erlend mælitæki geta þau verið ófullnægjandi. Til dæmis er algengt að mælitæki sem komin eru til ára sinna séu ekki í samræmi við fræðilega þróun eða skilgreiningar á hugsmíðum. Af þessari ástæðu getur verið æskilegt að þróa nýtt mælitæki í stað þess að þýða og staðfæra erlent (International Test Commission, 2001; van de Vijver og Poortinga, 2005). Þegar búið er að velja mælitæki til þýðingar og staðfærslu er nauðsynlegt að huga að öllum þeim verkþáttum sem fjallað er um í framhaldinu og skipuleggja vinnuferlið eftir því Þýðing og staðfærsla á spurningalistum og prófum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.