Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Blaðsíða 53

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Blaðsíða 53
53 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005 Hvernig tala leikskólastjórar um leikskólann? Jóhanna Einarsdóttir og Kristín Karlsdóttir Kennaraháskóla Íslands Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf íslenskra leikskólastjóra til leikskólans og sýn þeirra á börn og barnæsku. Gagna var aflað með viðtölum við 60 leikskólastjóra í ólíkum sveitarfélögum á árunum 2001–2003. Við greiningu gagna var meðal annars tekið mið af skilgreiningu Bertram og Pascal á árangursríkum námsmanni (effective learner)og flokkun Lilian Katz á námsmarkmiðum. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa mynd af því hvernig íslenskir leikskólastjórar tala um hlutverk og markmið leikskólans og eru í töluverðu samræmi við markmið aðalnámskrár og lög um leikskóla. Leikskólastjórar setja á oddinn félagslega þætti, óformlegt nám í gegnum leik og skapandi starf. Aðrir mikilvægir þættir leikskólastarfs, eins og líkamleg og tilfinningaleg umönnun og vinna með tilfinningar, voru hins vegar sjaldan nefndir. Tvenn viðhorf til barnsins og barnæskunnar komu fram. Annars vegar hugmyndin um saklausa barnið sem þarf að fá að njóta barnæskunnar og þarf vernd og umönnun. Hins vegar hugmynd um barnið sem öflugan, sjálfstæðan einstakling sem er fær um að skapa og skilja umhverfi sitt og móta og skapa þekkingu í samvinnu við önnur börn og fullorðna. Stofnun dagheimila og síðar leikskóla á Íslandi hélst í hendur við aukna þéttbýlismyndun og atvinnuþátttöku kvenna. Fyrstu dagheimilin voru stofnsett fyrir börn fátækra foreldra á fyrri hluta 20. aldar, af Barnavinafélaginu Sumargjöf. Meginmarkmið þeirra var að veita börnum athvarf og hlýju og sjá til þess að þau væru hrein og fengju holla næringu (Barnavinafélagið Sumargjöf, 1976). Með aukinni útivinnu kvenna fjölgaði „dagvistar- heimilum“ sem árið 1973 voru sett undir yfirstjórn menntamálaráðuneytisins (Lög um hlutdeild ríkisins í byggingu og rekstri dag- vistunarheimila nr. 29/1973). Í frásögnum af fyrstu dagheimilunum kemur fram að í forgrunni var hreinlæti og líkamleg umhirða barna. Á fimmta áratug síðustu aldar og með stofnun Uppeldisskóla Sumargjafar árið 1946 komu inn aðrar áherslur sem áttu sér stoðir í þroskakenningum þessara tíma og stefnum í leikskólamálum í Bandaríkjunum, Bretlandi og á Norðurlöndunum. Þróunarsálfræðin með bandaríska barnasálfræðinginn Gesell í fararbroddi var að ryðja sér til rúms á þessum tíma en samkvæmt henni var lögð áhersla á að efla þroska barnsins og leyfa barninu að njóta leiksins sem náms og þroskaleiðar (Jóhanna Einarsdóttir, 2004a). Leikskólar og dagheimili á þessum tíma einkenndust bæði hér á landi og á hinum Norðurlöndunum af heimilislegu andrúmslofti þar sem leikur og útivera voru í fyrirrúmi (Lenz-Taguchi og Munkammar, 2003). Uppeldisskóli Sumar- gjafar, sem síðar varð Fósturskóli Íslands, Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005, 53–67 Hagnýtt gildi: Niðurstöður greinarinnar varpa ljósi á hvernig leikskólastjórar tjá sig um leikskólastarfið og gefa jafnframt vísbendingu um helstu áhersluþætti íslensks leikskólastarfs. Efni hennar getur nýst þeim sem láta sig nám barna í leikskóla varða, þ.e. foreldrum, leikskólakennurum og þeim sem sjá um menntun leikskólakennara. Þessir aðilar geta ígrundað og borið saman eigin viðhorf og þau sem fram koma í greininni um markmið leikskólastarfs, nám og kennslu leikskólabarna og sýn á barnið og barnæskuna. Greinin getur jafnframt haft hagnýtt gildi varðandi stefnumótun í málefnum leikskólans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.