Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Side 30

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Side 30
30 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005 fer einkum fram gegnum námsgreinar. Þótt formlegt sjálfsmat hafi lítið verið til umræðu hefur skólastarf verið rætt með hliðsjón af niðurstöðum ýmissa kannana og prófa, svo sem samræmdra prófa, og kannana í tengslum við lestrarátak. Í þeim umræðum var lagt mat á framfarir og úrbætur ræddar í kjölfar þeirra. Skólinn á sér samstarfsskóla í öðru sveitarfélagi sem starfsmenn hafa heimsótt. Sú heimsókn hefur ekki verið endurgoldin. Að mati aðstoðarskólastjóra hefur þessi hugmynd um samstarf ekki haft tilætluð áhrif en hún er tilkomin að frumkvæði bæjaryfirvalda. Í Báruskóla hefur ekki verið unnið skipulega að sjálfsmati og ekki eru til áætlanir um hvernig standa skuli að verki í þeim efnum. Skólaárið 2004–2005 unnu skólastjóri og aðstoðarskólastjóri úr niðurstöðum samræmdra prófa í 10. bekk tíu ár aftur í tímann og kynntu helstu hagsmunaaðilum niðurstöður. Þessi könnun var kynnt sem liður í sjálfsmati skólans og var gerð vegna gagnrýni, einkum meðal foreldra, um að skólinn stæði sig ekki nógu vel. Úttekt menntamálaráðuneytisins á sjálfsmatsaðferðum ýtti við stjórnendum skólans að gera þessa könnun. Að mati skólastjóra hefur ekki verið ráðist í önnur verkefni sem fella má undir sjálfsmat. Þó hafa verið gerðar kannanir á líðan barnanna og á félagsstarfi í skólanum. Þær kannanir hafa verið samstarfsverkefni nokkurra skóla. Hrannarskóli ákvað fyrir nokkrum árum að nýta Skólarýni sem matstæki, m.a. vegna þess „að það var aðgengilegt“ en fleiri líkön voru einnig skoðuð. Höfundur rýnisins kom og leiðbeindi um notkun hans. Sumum spurningum í Skólarýni var breytt svo þær hentuðu betur aðstæðum. Kannanir voru lagðar fyrir starfsmenn, nemendur og foreldra. Verkefnisstjóri annaðist úrvinnslu og skýrslugerð og niðurstöður voru kynntar innan skólans og utan. Skólastjóri segir að skólinn hafi nýtt sér niðurstöður sjálfsmatsins í umbótaskyni. Þessi matsvinna fór fram fyrir þremur árum og að mati skólastjóra er kominn tími til að endurtaka hana eða hluta hennar. Að dómi kennara leggur skólastjóri áherslu á að unnið sé að þróunarverkefnum og voru tilgreind dæmi um lestrarverkefni og eineltisáætlun. Báðum þessum verkefnum fylgja kannanir sem líta má á sem hluta af sjálfsmati skólans. Farið hefur fram ytra mat á starfsemi skólans sem var tengt sameiningu skóla. Að mati skólastjóra hafði það ekki mikil áhrif á innra starf. Sjálfsmat er nú í umsjá skólastjórnenda og þá einkum skólastjóra sem að mati kennara er afar áhugasamur um það. Í Unnarskóla var fyrst farið að huga að sjálfsmati árið 1998 og árið 2001 var gerð sjálfsmatsáætlun fyrir skólann fram til ársins 2007. Starfsfólk skólans kynnti sér nokkur sjálfsmatslíkön og ákvað í framhaldi af því að velja Skólarýni og Kanna. Ástæðan var m.a. sú að þessi matstæki þóttu ná til margra þátta og því styðja það markmið menntamálaráðuneytis að matið væri altækt. Kanni hefur þrisvar sinnum verið lagður fyrir nemendur í 4., 7. og 10. bekk og fyrir foreldra og starfsmenn. Stjórnendur skólans hafa unnið úr svörum, samið skýrslur og kynnt efni þeirra á kennarafundum. Að mati aðstoðarskólastjóra telja starfsmenn helstu galla á þessu matstæki þá að spurningarnar taki ekki á brýnustu málunum í þeirra skóla. Annað eða þriðja hvert ár eru gerðar kannanir á einelti og eru niðurstöðurnar skoðaðar og leitað leiða til úrbóta. Á grundvelli sjálfsmatsskýrslu hafa verið gerðar umbóta áætlanir og hafa 2–3 þættir verið valdir sem forgangsatriði. Ekki hefur verið formlega fylgst með því hver árangur umbótanna hefur orðið en málin eru rædd, m.a. á kennarafundum. Unnið hefur verið með skólabrag og að mati kennara spratt sú vinna af sjálfsmati skólans. Skóla- og bekkjarreglur voru einnig skoðaðar með aðild foreldra á grundvelli matsins. Formlegur sjálfsmatshópur starfar innan skólans og er hann skipaður kennararáði og stjórnendum. Hópurinn setur fram umbótaáætlanir og á að vera leiðandi við sjálfsmatið. Um ytri aðstoð við sjálfsmat hefur ekki verið að ræða utan þess að í upphafi leiðbeindi höfundur matstækisins um notkun þess. Kennarar minnast þess að eitt sinn fór af Sjálfsmat í grunnskólum

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.