Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Blaðsíða 19

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Blaðsíða 19
19 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005 voru tengsl hegðunarstjórnar og brotthvarfs frá námi ekki lengur til staðar að teknu tilliti til hinna uppeldisþáttanna. Nokkur fylgni var á milli hegðunarstjórnar og stuðnings (r=0,43) sem gæti að hluta skýrt þessar niðurstöður. Í þriðja dálki eru kynntar niðurstöður greiningar þar sem bakgrunni nemenda (félags- og efnahagsleg staða foreldra, kyn) og einkunn á samræmdu prófi í 10. bekk var bætt inn í líkanið. Engu breytti um tengsl uppeldisaðferða foreldra við brotthvarf frá námi að taka einnig tillit til bakgrunns nemenda og einkunnar í íslensku í 10. bekk. Viðurkenning og stuðningur spáðu áfram fyrir um brotthvarf frá námi. Kannað var með aðhvarfsgreiningu hlutfalls hvort hegðunarstjórn hefði ólínuleg tengsl við brotthvarf frá námi. Bæði upprunalega breytan og breytan í öðru veldi voru settar inn í jöfnuna en engin tengsl fundust (p>0,05). Umræða Segja má að eindregnasta niðurstaða rann- sóknarinnar sé sú að uppeldisaðferðir foreldra við 14 ára aldur ungmenna tengjast brotthvarfi þeirra frá námi þegar litið er fram í tímann, eða rúmum sjö árum síðar, þegar flest þeirra hafa náð 22 ára aldri. Athygli vekur að þessi tengsl milli uppeldisaðferða foreldra og brotthvarfs ungmenna frá námi koma fram að teknu tilliti til félags- og efnahagslegrar stöðu foreldra og hvort stúlkur eða piltar eiga í hlut. Auk þess koma þessi tengsl fram að teknu tilliti til ein- kunnar þeirra á samræmdu prófi í íslensku í 10. bekk. Þessar niðurstöður eru í fyrsta lagi athyglis- verðar í ljósi þess að rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á sterk tengsl á milli félags- og efnahagslegrar stöðu foreldra og brotthvarfs frá námi (Rumberger, 1995). Í öðru lagi eru þær eftirtektarverðar vegna þess að fyrri námsárangur er sterkur forspárþáttur um brotthvarf frá námi (Battin-Pearson, o.fl., 2000; Jón Torfi Jónasson og Kristjana Stella Blöndal, 2002). Við getum því ályktað sem svo að þrátt fyrir að tekið sé tillit til félags- og efnhagslegrar stöðu foreldra og fyrri námsárangurs ungmenna tengist upp- eldisaðferðir foreldra brotthvarfi ungmenna frá námi á framhaldsskólastigi. Nánar tiltekið voru þau ungmenni sem töldu sig búa við viðurkenningu foreldra sinna við 14 ára aldur líklegri en þau sem töldu sig búa við sálræna stjórn foreldra til að hafa lokið framhaldsskóla við 22 ára aldur. Sömuleiðis voru þau ungmenni líklegri til að hafa lokið framhaldsskóla sem töldu sig njóta stuðnings foreldra en þau sem töldu sig fá lítinn stuðning. Hegðunarstjórn foreldra við 14 ára aldur virtist aftur á móti ekki tengjast brotthvarfi frá námi við 22 ára aldur eins sterkt og viðurkenning og stuðningur. Hegðunarstjórn foreldra tengdist aðeins brotthvarfi ungmennanna frá námi þegar ekki var tekið tillit til viðurkenningar foreldra og stuðnings. Því má álykta sem svo að þessir uppeldisþættir tengist brotthvarfi frá námi en viðurkenning og stuðningur sterkar en hegðunarstjórn. Niðurstöðurnar eru eftirtektarverðar, ekki síst í ljósi fyrri rannsókna. Í fyrsta lagi höfum við áður sýnt fram á tengsl á milli uppeldis- aðferða foreldra við 14 ára aldur ungmennanna í þessari langtímarannsókn og námsárangurs þeirra á samræmdum prófum í 10. bekk (Sigrún Aðalbjarnardóttir og Kristjana Stella Blöndal, 2004). Þá kom hér fram að þeir sem hlutu hærri einkunn í íslensku á samræmdum prófum í 10. bekk voru líklegri til að hafa lokið framhaldsskóla við 22 ára aldur. Þrátt fyrir þessi tengsl kemur fram að uppeldisaðferðir foreldra við 14 ára aldur ungmennanna tengjast brotthvarfi þeirra frá námi hvort sem þau hlutu háa eða lága einkunn í íslensku á samræmdu prófi í 10. bekk. Í öðru lagi hafa rannsóknir ítrekað sýnt að þau ungmenni sem eiga foreldra sem hafa betri félags- og efnahagslega stöðu í samfélaginu hverfa síður frá námi (McNeal, 1999; Rumberger, 1995). Athyglisvert er því að ofangreind tengsl á milli uppeldisaðferða foreldra og brotthvarfs frá námi koma fram að teknu tilliti til félags- og efnahagslegrar stöðu foreldranna. Þessi niðurstaða er mikilvægt framlag til umræðunnar um að þær rannsóknir á námsgengi ungmenna sem einungis taka Brotthvarf frá námi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.