Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Blaðsíða 64

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Blaðsíða 64
64 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005 felur í sér tilfinninguna fyrir því að vera viðurkenndur, öruggur og að tilheyra hópi. Þegar reynt var að greina hvaða viðhorf til barnsins og barnæskunnar komu fram í gögnunum reyndust tvö ólík viðhorf koma nokkuð sterkt fram. Annars vegar áherslan á saklausa barnið sem þarf að fá að njóta barnæskunnar, er ómótað og þarf vernd og umönnun. Hins vegar hugmynd um barnið sem öflugan, sjálfstæðan einstakling sem er fær um að skapa og skilja umhverfi sitt og móta og skapa þekkingu í samvinnu við önnur börn og fullorðna (Dahlberg o.fl., 1999). Verulegur samhljómur er með þessum niðurstöðum og nýlegum rannsóknarniðurstöðum Jóhönnu Einarsdóttur á viðhorfum og starfsháttum íslenskra leikskólakennara. Þar kom m.a. fram að leikskólakennarar eru nú um stundir mjög hugsandi um hlutverk sitt og leikskólans og skiptast nokkuð í tvö horn í viðhorfum sínum. Þ.e., annars vegar er áhersla á að vernda barnið og annast það og hins vegar er áhersla á sjálfstætt öflugt barn sem skapar þekkingu í samvinnu við aðra (Jóhanna Einarsdóttir, 2001, 2003). Þegar leikskólastjórarnir ræddu um hvað þeir teldu mikilvægt að börn lærðu í leik- skólanum nefndu þeir gjarnan námssvið leikskólans og var oftast rætt um málrækt og listgreinar. Í takt við áherslur í aðalnámskrá leikskóla (Menntamálaráðuneytið, 1999) nefndu flestir málörvun og sýnileika rit- máls. Einnig nefndu leikskólastjórarnir oft listgreinar, ýmist sem viðfangsefni í skipu- lögðum stundum leikskólans eða sem námsleið á forsendum barna. Í aðalnámskránni er annars vegar talað um námssvið sem eru áhersluþættir í leikskólauppeldi, meðal þeirra eru myndsköpun og tónlist, og hins vegar er talað um sköpunarmátt barnsins sem birtist m.a. í leikrænni tjáningu, í máli, myndgerð, tónum og hreyfingu. Í tengslum við starfshætti leikskólans nefndu langflestir viðmælendanna nám í gegnum leik og óformlegt nám, sem á sér sífellt stað, allan daginn, við ýmsar aðstæður. Einnig var mjög algengt að leikskólastjórarnir töluðu um mikilvægi þess að nám byggðist á áhuga barna og að nám fari fram með því að börnin rannsaki og leiti sjálf lausna. Þetta er í samræmi við hugmyndir Bertram og Pascal (2002a, 2002b) um einkenni árangursríks námsmanns sem sýnir tilhneigingu til náms, sem hefur innri áhugahvöt, er sjálfstæður og fær um að skipuleggja eigin athafnir. Hann er m.a. skapandi, forvitinn og áhugasamur einstaklingur með seiglu til að takast á við hindranir og breytingar. Nokkrir viðmælendur töluðu um mikilvægi þess að líta á barnið sem skapandi og frjálsan einstakling og að leikskólanámið væri byggt á þörfum hvers barns. Aðrir lögðu áherslu á að tilgangur leikskólagöngu væri að undirbúa barnið undir formlegt nám. Nokkuð algengt var að leikskólastjórarnir nefndu sérstaklega skipulagt starf elstu barna leikskólans. Tvískipting kom fram þegar rætt var um hópastarf elstu barna leikskólans. Annars vegar var greint frá sérstökum skólahópum sem ætlað er að undirbúa börn undir grunnskólann og hins vegar voru nefndir hópar elstu barna sem höfðu fremur það markmið að byggja upp og gera börnin sjálfstæð og á þann hátt færari til að takast á við ýmislegt í framtíðinni. Einnig kom fram hjá sumum að togstreita geti myndast milli þessara skipulögðu stunda fyrir elstu börnin og þess að gefa rými fyrir frjálsan leik barna. Í aðalnámskránni er lögð áhersla á samvinnu milli leikskóla og grunnskóla, m.a. er talað um að skólastjórar, kennarar og foreldrar þurfi að ræða hvernig auðvelda má barninu breytingar er verða á námi þess og skólalífi þegar það fer úr leikskóla í grunnskóla. Ætla má að í þeim leikskólum sem skipuleggja sérstakt nám fyrir elstu börnin sé tilgangurinn að hluta til að brúa bilið milli leikskóla og grunnskóla. Þó að algengt væri að leikskólastjórarnir töluðu um mikilvægi þess að börnin lærðu að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum og lærðu að fara eftir reglum virtist fremur lítil áhersla vera lögð á tilfinningalega þætti, svo sem sjálfsvitund barnsins. Athugasemdir um mikilvægi þess að barnið skilji og geti Hvernig tala leikskólastjórar um leikskólann?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.