Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Blaðsíða 37

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Blaðsíða 37
37 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005 af þróunarstarfi og sú reynsla er bundin við afmörkuð viðfangsefni og einstaka starfsmenn. Þar skortir markvissa faglega forystu og starfsmenn samsama sig takmarkað við nýjar hugmyndir. Líklegt er að þar sé leitað einfaldra lausna sem gera takmarkaðar kröfur um frumkvæði og sjálfstæðar ákvarðanir. Við slíkar aðstæður má ætla að starfsmenn líti á útfærslu nýrra hugmynda sem kvöð fremur en tækifæri. Þekking á sjálfsmati og sjálfsmatsaðferðum ásamt þekkingu á breytingum og stjórnun þeirra er því nauðsynleg forsenda þess að skólar geti haft hugmyndafræðina um markvissar umbætur að leiðarljósi í starfi. Afstaða til sjálfsmats Viðhorf til sjálfsmats eru ólík milli skóla. Þar sem best hefur gengið eru skólastjórnendur og kennarar sammála um gildi sjálfsmats fyrir gagnrýna endurskoðun á starfsemi skólans. Þar virðist matið vera samþætt öllu starfi skólans og starfsmenn hafa axlað sameiginlega ábyrgð á undirbúningi þess og útfærslu. Þar sem best gengur má segja að skólastarfið sé nær þeirri kjörmynd sem dregin er upp af skólanum sem námsfúsri starfsheild en í slíkum stofnunum eru mat og gagnrýnin endurskoðun grunnþættir í starfseminni (sjá t.d. Senge o.fl. , 2000). Í skólum sem styttra eru á veg komnir hefur stjórnun og forysta ekki verið með sama hætti og þar sem matið er langt á veg komið. Sjálfsmat hefur ekki verið sett í forgang og í sumum þeirra virðist ekki vera skilningur meðal skólastjórnenda og starfsfólks á gildi sjálfsmats fyrir þróun og umbætur. Litið er á sjálfsmat sem verkefni til viðbótar hefðbundnum störfum sem hafi litla þýðingu fyrir skólastarfið. Segja má að í þessum skólum sé ekki búið að undirbúa jarðveginn nægilega til að skapa grundvöll fyrir þá þekkingu, viðhorf og menningu sem nauðsynleg er áður en hafist er handa við sjálfsmatið (Dalin, 1993). Við slíkar aðstæður verður freistandi að grípa til staðlaðra matstækja og beita þeim án tillits til þess hvort þau henta aðstæðum í viðkomandi skóla. Þar sem sjálfsmatið var skammt á veg komið var oft á tíðum litið á Skólarýninn sem þægilegt tæki til að uppfylla ákvæði laganna í stað þess að undirbúa jarðveginn fyrir sjálfsmat á forsendum skólans. Þar sem betur gekk var Skólarýnirinn notaður sem hjálpartæki og lagaður að sérkennum skólans og raunverulegum þörfum kennara og nemenda. Ætla má að illa gangi að innleiða sjálfsmat í skólum þar sem stjórnendur og kennarar hafa ekki skilning á gildi sjálfsmats fyrir skólaþróun og framfarir. Við slíkar aðstæður getur skapast jarðvegur sem einkennist af neikvæðum viðhorfum og andstöðu við breytingar sem erfitt er að yfirstíga. Frjór jarðvegur Undirbúningur sjálfsmats var ólíkur milli skóla. Í tveimur skólanna hafði lítið verið gert til að undirbúa matið en í hinum fjórum hafði verið farið í gegnum skipulegt ferli þar sem fengnir voru sérfræðingar til að fjalla um efnið og haldin námskeið fyrir starfsfólk. Í þessum fjórum skólum voru skipaðir starfshópar til að skipuleggja og halda utan um matsferlið. Þar settu einstakir kennarar sig vel inn í málin og sáu um öflun gagna og úrvinnslu þeirra. Þegar niðurstöður lágu fyrir voru þær kynntar kennurum á fundum og þeim gefið tækifæri til umræðna um niðurstöðurnar. Í kjölfar fundanna voru gerðar áætlanir til umbóta á grundvelli matsins. Í þessum fjórum skólum gekk sjálfsmatið að mörgu leyti vel. Í tveimur þeirra gekk það sýnu best og þar voru tengsl almennra kennara við matið sterk. Þar var jarðvegur sem kennarar og skólastjórnendur höfðu í sameiningu mótað á löngum tíma. Yfirumsjón matsins var á hendi skólastjórnenda en kennarar voru virkir þátttakendur í allri skipulagningu og úrvinnslu matsins. Forystan virtist vera dreifðari en í öllum hinum skólunum, þ.e. hún var bæði á hendi skólastjórnenda og kennara. Kennarar höfðu vanist því að vinna saman og virtust hafa einlægan áhuga á því að bæta skólastarfið. Í þeim tveimur skólum þar sem best gekk má Sjálfsmat í grunnskólum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.