Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Blaðsíða 55

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Blaðsíða 55
55 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005 hafa farið þá leið að útvíkka og endurskilgreina hugtakið. Shirley Kessler (1991) leggur t.d. til að hugtakið umönnun, sem hún telur að byggist á kvenlegri þekkingu og sjónarhorni, verði notað um leikskólastarf. Ekki er þá litið á kennslu og umönnun sem andstæð hugtök og umönnun barna í leikskólum sem gæslu á meðan foreldrarnir vinna né leikskólann sem notalegan heimilislegan stað þar sem leikskólakennarar eru staðgenglar mæðra. Fremur er litið á leikskólann sem mikilvæga og nauðsynlega viðbót við uppeldið á heimilinu og leikskólanámið sem hluta af samfelldu námsferli barnsins. Þar læra börnin, í samvinnu við önnur börn, hluti sem þau eiga ekki kost á að læra heima hjá sér (Dahlberg, Moss og Pence, 1999). Gunilla Dahlberg og Peter Moss (Dahlberg og Moss, 2005; Moss, 2003) tala um sið- ferðislega umönnun (ethics of care). Þau líta svo á að leikskólinn eigi að vera opinber vettvangur borgaralegs samfélags þar sem börn og fullorðnir taka saman þátt í verkefnum sem hafa félagslega, menningarlega, stjórnmálalega og efnahagslega þýðingu (Dahlberg o.fl., 1999). Umönnun í því samhengi felur í sér samskipti, ábyrgð, hæfni og heiðarleika auk samhygðar og virðingar fyrir öðrum. Siðferði umönnunar snýst ekki um það sem fullorðnir gera fyrir börn, heldur að umönnun sé hluti af öllum samskiptum, ekki bara milli fullorðinna og barna heldur líka milli fullorðinna og milli barna. Bandaríski uppeldisfræðingurinn og heim- spekingurinn Nel Noddings (1984, 1993) talar um faglega umönnun sem á sér stað milli þeirra sem eru faglega tengdir og felur annars vegar í sér tengsl, skyldur, næmi og samlíðan og hins vegar hvöt, vilja og áhuga til að skilja hinn aðilann og veita honum umönnun. Lisa Goldstein (1999) hefur tengt hugmyndir Noddings um faglega umönnun við kenningar Vygotskys um svæði mögulegs þroska. Hún lítur svo á að stuðningi fullorðins við barn á svæði mögulegs þroska megi líkja við hugmyndir Noddings um faglega umönnun. Kennarinn verður að sjá hlutina með augum barnsins og vera vakandi fyrir áhuga barnsins og skipuleggja umhverfið og kennsluna í samræmi við það. Goldstein telur að dýpka megi skilning okkar á mikilvægi samskipta í vitrænu námi með því að skoða þau út frá hugmyndum um faglega umönnun. Ef börn læra best í félagslegum samskiptum er umönnun grundvallarþáttur sem leiðir til vitræns þroska. Norðmaðurinn Pär Nygren (1991) byggir hugmyndir sínar á athafnakenningunni og talar um að leikskólakennarar sinni þrenns konar umönnun sem beinist að þroska barnsins, þörfum þess og uppeldi. Stig Broström (2003) byggir á þessum hugmyndum Nygren þegar hann skiptir umönnun í þrennt. Hann talar hins vegar um umönnun sem beinist að 1) þörfum barnsins, 2) uppeldi og 3) kennslu. Með umönnun sem beinist að þörfum barnsins er vísað til grundvallarþarfa barnsins fyrir t.d. öryggi og tengsl sem kennarar mæta með hlýju og samlíðan. Umönnun sem beinist að uppeldi felur í sér stuðning við barnið í sambandi við gildi og reglur, nýjar aðferðir og hegðun, þ.e.a.s. að barnið læri viðurkennd samskipti við aðra. Umönnun sem beinist að kennslu miðar að því að kennarinn styðji við barnið við öflun þekkingar og færni. Kennarinn þarf, í samskiptum sínum við barnið, að huga að öllum þremur þáttunum. Markmið leikskólastarfs Markmið leikskólastarfs byggjast á gildismati okkar og skoðunum á því hvað við teljum mikilvægt, hollt og gott fyrir börn í nútíð og framtíð. Bernard Spodek talar um að innihald menntunar sé tengt menningu og samhengi og því hvernig samfélagið skilgreinir sannleika, dygð og fegurð. Hvernig við kennum þá þekkingu sem við teljum mikilvæga fer eftir hugmyndafræðilegri afstöðu okkar og sýn á börn (Spodek, 1991). Bandaríski menntunarfræðingurinn Lilian Katz (Katz, 1995; Katz og Chard, 1989) hefur sett fram fjórar tegundir námsmarkmiða sem hún telur mikilvægt að stefna að í leikskólastarfi: Þekkingu, færni, tilhneigingar og tilfinningar. Hvernig tala leikskólastjórar um leikskólann?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.