Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Blaðsíða 56

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Blaðsíða 56
56 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005 Með þekkingarmarkmiðum er t.d. átt við þætti eins og hugmyndir, hugtök, staðreyndir, sögur og söngva. Færnimarkmið eru skilgreind sem afmarkaðir þættir sem lærast á tiltölulega skömmum tíma og eru auðveldlega sýnileg, svo sem að klippa og telja hluti. Markmið sem lúta að tilhneigingum eru skilgreind sem viðvarandi hugarfar eða hneigð til að bregðast við reynslu eða aðstæðum á tiltekinn hátt, t.d. þrautseigja við að leysa verkefni og vanda, forvitni, örlæti, sköpunarþörf og stjórnsemi. Ólíkt þekkingar- og færnimarkmiðum er markmiðum sem lúta að tilhneigingu til náms ekki náð í eitt skipti fyrir öll. Hér er fremur um að ræða tilhneigingu eða viðvarandi hegðunarmynstur sem barn telst eingöngu hafa náð ef það kemur fram endurtekið. Tilfinningar eru huglægt tilfinningalegt ástand, sem er að hluta meðfætt, en að hluta til lært. Sem dæmi má nefna tilfinninguna fyrir því að vera viðurkenndur, öruggur og tilheyra hópi, sjálfsmat og sjálfstraust. Hugmyndir Tony Bertram og Christine Pascal um einkenni árangursríks námsmanns eru í takt við hugmyndir Katz (Bertram og Pascal, 2002a, 2002b). Þau vara við því að mat á leikskólastarfi taki eingöngu til þátta sem auðvelt er að meta og tala um að árangursríkur námsmaður (effective learner) hafi hæfni til að skoða umheiminn með opnum og gagnrýnum huga í þeim tilgangi að bæta við þekkingu sína og skilning. Þau leggja því áherslu á þrjá grundvallarþætti: 1) Tilfinningalegt jafnvægi, 2) félagsfærni og sjálfsmynd og 3) tilhneigingu til náms. Með tilfinningalegu jafnvægi er átt við hæfni barns til að tjá eigin tilfinningar og skilja tilfinningar annarra. Barnið hefur innri styrk og sterkan vilja og er fært um að takast á við breytingar. Barnið er í góðum tengslum við sitt nánasta umhverfi og býr yfir jákvæðri sjálfsmynd. Árangursríkur námsmaður sem býr yfir félagsfærni og sterkri sjálfsmynd getur myndað tengsl við önnur börn og fullorðna, sýnir samhygð, tekur ábyrgð á eigin hugsunum og verkum og er fær um að taka ákvarðanir og fylgja þeim eftir. Árangursríkur námsmaður sem sýnir tilhneigingu til náms hefur innri áhugahvöt, er sjálfstæður og fær um að skipuleggja eigin athafnir. Hann er skapandi, forvitinn og áhugasamur einstaklingur með seiglu til að takast á við hindranir og breytingar. Samkvæmt 2. grein laga um leikskóla er meginmarkmið með leikskólauppeldi á Íslandi að veita börnum umönnum og öruggt umhverfi þar sem þau geta tekið þátt í leik og starfi í barnahópi undir leiðsögn leikskólakennara. Leikskólanum ber auk þess að efla alhliða þroska barna og sjá til þess að þau njóti bernsku sinnar. Jafnframt þarf hann að stuðla að umburðarlyndi og víðsýni, efla kristilegt siðgæði og leggja grunn að því að börnin verði sjálfstæðir, hugsandi og virkir þátttakendur í lýðræðisþjóðfélagi. Leikskólanum ber einnig að rækta tjáningar- og sköpunarmátt barna í þeim tilgangi að styrkja sjálfsmynd þeirra og getu til að leysa mál sín á friðsamlegan hátt (Lög um leikskóla nr. 78/1994). Í aðalnámskrá fyrir leikskóla er fjallað um hvaða leiðir skuli fara til að ná þessum markmiðum. Þar kemur fram að leggja beri áherslu á skapandi starf, leik og uppgötvunarnám. Rækta skuli alhliða þroska barnsins og huga að öllum þroskaþáttum og leitast við að efla heilbrigða lífshætti, lífsviðhorf og sjálfstraust (Menntamálaráðuneytið, 1999). Þegar þessi opinberu gögn eru skoðuð kemur í ljós að markmiðin sem sett eru fram eru nokkuð almenn og í aðalnámskránni eru leikskólum gefnar nokkuð frjálsar hendur um hvaða leiðir þeir fara til að ná markmiðunum. Þegar grannt er skoðað má þó greina í markmiðunum svokallaða barnmiðaða hugmyndafræði og rómantískt viðhorf til barna og leikskólastarfs. Póst-módern hugmyndir um börn sem öfluga hugsuði og leikskólann sem opinberan vettvang þar sem börn og fullorðnir takast saman á við merkingabær verkefni (sbr. Dahlberg o.fl., 1999) er ekki ríkjandi í þessum gögnum. Í þessari rannsókn var leitast við að kanna viðhorf íslenskra leikskólastjóra til markmiða leikskólastarfs, hvað þeir telja að börn eigi að læra í leikskóla og hvernig þeir telja best að kenna þeim það. Auk þess skyldi kanna hvaða sýn þeir hafa á börn og barnæsku. Hvernig tala leikskólastjórar um leikskólann?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.