Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Blaðsíða 61

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Blaðsíða 61
61 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005 fræðinám í leikskólanum sem þátt af daglegu lífi. Einn viðmælenda greindi frá dæmi um það hvernig ávextir eru skornir í bita að ósk barnanna og þannig fái þau tækifæri til að æfa sig í reikningi með því að telja jafnóðum hversu marga bita þau hafa þegar borðað. Við notum stærðfræðina í öllu ... í matartímanum og meðal annars þegar er boðið upp á eftirmat, þá eru ávextir, og ef það eru bananar eða epli í eftirmat, þá fá börnin að velja hvað þau vilja sinn part í marga bita. Við höfum verið að skera hálft epli í 98 bita og þá eru börnin sem sé að telja með. Yfirleitt velja þau kannski fimmtán, tuttugu, bita eða eitthvað svoleiðis og svo raða þau þeim á servéttur ... og telja niður, „nú er ég búin með þrjá og þá á ég eftir svona marga“. Þannig að þau eru að reikna á meðan. Óformlegt nám og skipulögð kennsla Nám í gegnum leik var mjög ofarlega í huga leikskólastjóranna og töluðu langflestir þeirra um mikilvægi leiksins í leikskólastarfinu. Einn leikskólastjórinn lýsti t.d. mikilvægi leiksins í starfinu þannig: „Leikurinn gárar vatnið og kemur öllu á hreyfingu og hann er hornsteinn leikskólastarfsins. Hann er kennslu- aðferð leikskólakennarans. Hann er námsleið barnsins.“ Aðrir töluðu um að börnin lærðu samskipti í gegnum leik og æfðust í að leysa deilur og taka tillit hvert til annars. Einn viðmælandinn sagði: Hvar lærir þú samskipti nema í þessum leik, þar sem þú ert að æfa þig við jafningja? Þú hefur þessa æfingu í samskiptum við fullorðna, móður, barn og barnið við aðra. Allmargir viðmælendurnir ræddu um óformlegt nám í leikskólanum. Nám sem á sér sífellt stað, allan daginn, við ýmsar aðstæður, jafnt á salerninu, í fataklefanum sem og við matarborðið. Einn leikskólastjórinn nefndi nýlegt dæmi úr starfinu máli sínu til stuðnings: Það var til dæmis ein lítil um daginn, hún hefur verið svona þriggja ára, hún fór á klósettið og svo stóð hún upp og var að girða sig og þá kallaði hún „komdu, komdu, komdu“ og svo benti hún á klósettsetuna og sagði: „Þetta er hringur“ þá uppgötvaði hún það að klósettsetan var hringur og fannst þetta mjög merkileg uppgötvun. Annar leikskólastjóri ræddi um óformlegt nám í leikskóla og bar saman ólíkar starfs- aðferðir leikskólans og grunnskólans og sagði: „Við erum að kenna þeim allan daginn í rauninni frá því að þau koma um morguninn og þangað til að þau fara. Nám í leikskóla er kennslustund allan daginn, ekki eins og í grunnskóla, það eru engar frímínútur hjá okkur.“ Mjög algengt var að leikskólastjórarnir nefndu mikilvægi þess að í leikskólanum sé starfið byggt á þörfum hvers einstaklings. Nokkrir tóku fram að áður fyrr hefði verið meira hópuppeldi í leikskólum en nú væri lögð áhersla á hvern einstakling í hópnum. Í tengslum við umræðu um nám í leikskóla á forsendum hvers einstaklings nefndu nokkrir mikilvægi þess að börnin fái að velja og taka ákvarðanir. Einn viðmælendanna sagði: Við reynum að horfa á barnið sem ein- stakling ... sumir leikskólar og kennarar leggja rosalega áherslu á að barnið eigi að borða þetta og borða hitt ... Mér finnst að barnið eigi svolítið að fá að finnast eitthvað um hlutina. Ég tel að valið sé rosalega gott til þess að þau fái svolítið að velja það sem þau vilja og kannski, ekkert að vera að velta fyrir sér mikið að þau séu að velja það sama, allavega er það mín kenning að þau séu að æfa sig í því sem þau vilja. Þá var gjarnan nefnt mikilvægi þess að starfsfólkið hlustaði á börnin og hefði hæfni til að túlka og skilja það sem það sæi og heyrði. Einn leikskólastjóranna talaði um að þau þyrftu að kunna að „hlusta á barnið, hvað það er að segja okkur, [geta] lesið svolítið í það. Sum náttúrlega segja okkur lítið sem ekkert, en þá er það bara hæfni okkar, hvað við getum lesið út úr athöfnum barnsins ... Svolítið að lesa í það hvernig þeim líður.“ Annar viðmælandi sagði: Við megum ekki vera það yfirgrips- Hvernig tala leikskólastjórar um leikskólann?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.