Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Síða 15

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Síða 15
15 Kostnaður við þekkingarmiðlun og áherslur í skólastarfi mörg lík fyrir læknastúdenta að kryfja, ekki nógu margir lífeyrisþegar til að vera sjálfboðaliðar í stólum tannlæknanema. Þetta verður til þess að nemendur verða lengur að ljúka gráðu en þeir væru hefðu þeir meira rými og betri aðgang að kenn- urum og kennslugögnum. Þessi kostnaður eykst hratt þegar fjöldi nemenda nálgast afkastagetu skólans.4 Að þessu leytinu líkist skólinn umferðarmannvirki: þegar umferð er lítil eiga vegfarendur greiða leið í gegn, ef umferð er mikil tefja veg- farendur hver fyrir öðrum. Þess utan taka nemendur ekki tillit til þeirra óþæginda sem þeir baka öðrum með þátttöku sinni í náminu. Það eiga þeir sammerkt með not- endum umferðarmannvirkja. Vegfarendur og nemendur taka ákvörðun um ferða- fjölda og námsumfang án þess að skeyta um að sú ákvörðun getur lengt ferðatíma eða gæði náms annarra. Það er þess vegna tvíþættur þrengslakostnaður sem líta þarf til, annars vegar þrengslakostnaður eins og hann snýr að einstaklingnum og hins vegar samfélagslegur þrengslakostnaður. Lágmörkun kostnaðar Vegna þess hve stór hluti rekstrarkostn- aðar háskóla og háskóladeildar er fastur kostnaður lækkar kostnaður á nemanda sem rekstraraðili greiðir eftir því sem nem- endum fjölgar. Mun minni hluti kostnaðar á öðrum skólastigum er fastur kostnaður 4 Afkastageta er mjög ólík eftir deildum. Í deildum þar sem byggt er á mikilli starfsþjálfun, eins og á við um læknisfræði, sjúkraþjálfun og tannlækningar, er afkastagetan mjög bundin og þrengslakostnaðurinn eykst í stökkum. Í öðrum deildum er þessi kostn- aður minna áberandi. Deildirnar sem búa við stökk- breytilegan þrengslakostnað hafa brugðist við með því að takmarka fjölda nemenda, númerus klásus. vegna þess að þar þarf skóli sem ætlar að lifa af í samkeppni við aðra skóla að geta sýnt fram á að fyrri nemendur hafi haft erindi sem erfiði með dvöl sinni í við- komandi menntastofnun. Þetta kallar á að útgjöld fylgi fjölda nemenda eins og fyrr var rakið. Reyni einn skóli að draga úr kostnaði með því að stækka nemendahópa kemur það hratt fram í versnandi orð- spori, dræmari aðsókn og jafnvel hrakvali (e. adverse selection) sem helgast af því að góðir nemendur flytja sig fljótt í aðra skóla þegar þeir átta sig á að aðbúnaður er lakari en annars staðar. Samhengi gæða háskólakennslu og fjölda nemenda í fyrirlestrum er ekki jafn augljóst og á öðrum skólastigum. Krað- akskostnaðurinn sem nemendur á há- skólastigi bera er engu að síður staðreynd eins og rakið var í frásögn Valgerðar Hún- bogadóttur hér að framan. Þessi kostnaður eykst (hægt) með fjölgun nemenda. Mögu- legur ávinningur (brúttóávinningur) ein- stakra nemenda háskóladeildarinnar helst hins vegar óbreyttur hver svo sem heildar- fjöldi nemendanna er. Nemendur eru að þessu leyti í svipaðri stöðu og farþegar í farþegalest, ávinningurinn felst í að kom- ast á áfangastað, fá sinn þekkingarskammt og sitt prófskírteini5. Sá hagræni vandi sem samfélagið stendur frammi fyrir er að lágmarka heildarkostnað á nemanda. Við lausn á þeim vanda þarf að taka tillit til kostnaðar rekstraraðila og kostnaðarins 5 Hér er horft fram hjá þeim möguleika að offram- boð verði á kandidötum frá viðkomandi háskóla- deild í þeim skilningi að fjölgun kandidata dragi úr tekjuöflunarmöguleikum þeirra sem fyrir eru með sömu prófgráðu. Það flækir málið nokkuð að taka tillit til þess möguleika.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.