Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Page 20

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Page 20
20 Amalía Björnsdóttir, Baldur Kristjánsson og Börkur Hansen það sem verkefni skólastjórnenda jafnt sem kennara og foreldra. Enn fremur telja þeir að skólamenning hafi áhrif á starfsemi skóla enda mótist hún af þeim tengslum, samstarfi, áhuga, væntingum og viðhorf- um sem eru ríkjandi á hverjum stað. Deal og Peterson (1999) benda á að í skólum geti verið mjög mismunandi á hvað höfuðáhersla er lögð í skólastarfinu. Í sumum skólum er til dæmis mest áhersla lögð á að standa sig vel í íþróttum eða í listum en í öðrum á árangur í hefðbundn- um námsgreinum. Einnig getur skipt skóla mestu að skila sem flestum nemendum í viðtökuskóla sem hafa gott orð á sér. Í enn öðrum skólum er lögð áhersla á að allir nemendur taki framförum í námi og komi vel út á samræmdum prófum. Áherslur í skólamenningu geta því verið mjög mis- munandi. Engar kerfisbundnar rannsókn- ir eru til á skólamenningu í grunnskólum hér á landi og áhrifum hennar á skólastarf. Eigi að síður má ætla að hún sé nokkuð mismunandi og hafi einkum mótast af sögu viðkomandi skóla, nánasta umhverfi skólans og kennslufræðilegum áherslum. Það er því áhugavert að skoða skólamenn- ingu í íslenskum grunnskólum og tengsl hennar við námsárangur. Fjölbreytilegt umhverfi hefur áhrif á skólastarf með margvíslegum hætti (sjá t.d. Banks, 2009). Í sumum skólum þróast gildismat neikvæðni og áhugaleysis sem leiðir til firringar og lélegs námsárangurs, en hið gagnstæða gerist í öðrum skólum þar sem unnið er af áhuga og metnaði og tekist á við vanda með góðum árangri. Að mati Ginsberg og Wlodkowski (1995, 2000) og Ginsberg (2004) er mikilvægur liður í þessu sambandi að skapa námsum- hverfi sem kveikir áhuga og metnað allra nemenda sem vissulega er margbrotið viðfangsefni og ræðst af mörgum ólíkum atriðum. Markmið þessarar greinar er að fjalla um skólamenningu og hvernig ákveðnir þættir hennar tengjast námsárangri nem- enda á samræmdum prófum. Fyrst er fjallað um skólamenningu og þætti sem henni tengjast. Því næst er greint frá nið- urstöðum rannsóknar í átta heildstæðum grunnskólum sem byggist á spurninga- könnun meðal kennara og deildarstjóra um skólamenningu. Loks er fjallað um niðurstöður og þann lærdóm sem megi af þeim draga. Skólamenning Skólamenning – rannsóknir Stofnanamenning (e. organizational cult- ure) er hugtak sem gjarnan er notað til að lýsa einkennum á starfsemi stofnana (Schein, 2004). Skólamenning tekur því til stofnanamenningar í skólum. Þá er átt við það sem er einkennandi og dæmigert fyrir viðkomandi skólastofnun, þ.e. hvernig starfsfólk er vant að starfa saman, nálgast og leysa jafnt langtíma- sem aðsteðjandi verkefni. Skólamenning getur einkennst af því að vera metnaðarfull og framsækin eða óskipuleg og letjandi. Flestir sem koma í skóla verða þess fljótt áskynja að talsverður munur er á því hvernig unnið er á hverjum stað, hvernig starfsfólk hefur mótað sér skoðanir, viðhorf og venjur. Þennan mun má jafnan rekja til mismunandi menningar (sjá t.d. Börk Hansen, 1994).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.