Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Page 42

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Page 42
42 Svava Björg Mörk og Rúnar Sigþórsson Stofnanagreind Greindirnar eru háðar hver annarri þótt þær séu sjálfstæðar og til þess að þær geti unnið saman þarf stofnanagreindin að vera til staðar (MacGilchrist o.fl., 2004). Það eru einkum fjórir þættir sem einkenna þessa greind: Sameiginleg gildi, heildarsýn, aðlögunarhæfni og tengslanet. Eins og hefur komið fram hér á undan er mikilvægt að skólasamfélagið byggi upp sameiginleg gildi, hafi hæfileikann til að sjá og skynja heildarmyndina, upplifi sig sem hluta af stærri heild og sé fært um að aðlagast þróun og leita sér þekkingar (Schaps, 2003; Senge, Cambron-McCabe, Lucas, Smith, Dutton og Kleiner, 2000). Aðgerðir Til þess að sýnin endurspeglist í starfinu þarf að finna leiðir til að útfæra hana. Sam- kvæmt MacGilchrist og félögum (2004) miða sex af skólagreindunum að þessu: Samhengisgreind, aðgerðagreind, tilfinn- ingagreind, samvirknigreind, ígrundunar- greind og kennslufræðigreind. MacGilc- hrist og félagar skilgreina samhengis- greindina sem hæfni skólasamfélagsins til að skynja sig sem hluta af stærri heild. Skólasamfélag sem byggir upp slíka hæfni skynjar samfélagið og breytingar þess, fylgist með landsmálum, kemur upp tengslaneti innanlands og utan og fylgist með nýjungum í menntamálum og því sem snýr að velferð barna og kennara. Skólasamfélag sem býr yfir þessari greind áttar sig á því að skóli er ekki einangrað fyrirbæri heldur hluti af samfélagi og menningu hvers tíma (Lewin-Benham, 2006; Schaps, 2003). Aðgerðagreindin er einn af lykilþáttum þess að koma sýn skólans í framkvæmd. Gera þarf áætlanir til skemmri og lengri tíma um það hvernig skuli útfæra sýnina (MacGilchrist o.fl., 2004). Skilgreina þarf þær breytingar sem þörf er á og setja þær í forgangsröð. Einnig þarf að skilgreina hlutverk leiðtoga innan skólans og dreifð forysta er mikilvæg þannig að hún verði hlutverk allra innan skólans og hafa þarf í huga að samvinna er lykillinn að fram- förum (Fullan, 2002; Lambert, 2002). Tilfinningagreind felur í sér þætti á borð við sjálfsþekkingu, skilning á öðrum og stjórn á tilfinningum (MacGilchrist o.fl., 2004). Sjálfsvitund felst í raun í því að byggja upp sameiginlega sýn, því lær- dómssamfélagið í heild þróast eingöngu í gegnum einstaklinga sem læra þótt nám einstaklinga sé í sjálfu sér ekki trygging fyrir því að stofnunin í heild læri. Það velt- ur líka á góðum stjórnanda að gera skóla- menninguna þannig að umhyggja, virðing og traust séu áþreifanlegir þættir í henni (Nieto, 2009; Senge, 1990/2006). Til að innleiða samvirknigreindina í skólasamfélagið þarf að hafa í huga að það sem er gert er líklegra til að festast í sessi en það sem er sagt. Stjórnandi sem er tilbúinn til samvinnu við starfsfélaga sína og sýnir það í verki er líklegri en aðrir til að ná ár- angri (Barth, 2006). Það er fjarri því að vera auðvelt að byggja upp samfélag sem ein- kennist af samvirkri fagmennsku (Trausti Þorsteinsson, 2003). Það krefst oftar en ekki breytinga á hugsun, starfsháttum og menningu sem endurspegla vilja til að vinna með öðrum: kennurum, foreldrum, nemendum og öðrum fagaðilum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.