Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Side 48

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Side 48
48 Svava Björg Mörk og Rúnar Sigþórsson samræður væru aðferðin sem hann myndi nota til að efla sig í starfi. Þegar búið var að vinna verkefnið velti rannsakandinn fyrir sér niðurstöðum í dagbókinni: Í raun og veru skarast þetta allt en þetta er sú sýn sem við höfum gagnvart námi okkar og nemenda. Þetta er sú menning sem við sameinumst um að byggja upp. Það tæki sem við höfum nýtt okkur til að efla meðvitund okkar er samræða. Við leggjum ríka áherslu á samræður til að dýpka okkur í starfi og efla um leið eigið sjálf. Samræðurnar krefjast þess að við skoðum hugsanir okkar og skorum þær á hólm. Allir þessir þættir eru grunnforsendur þess lærdómssamfélags sem við viljum byggja upp. Á starfsmannafundi í byrjun mars var unnið að sameiginlegri skilgreiningu á sið- ferðisgreindinni og heimspekigreindinni. Niðurstaða fundarins um siðferðisgreind- ina varð eftirfarandi: Á Bjarma er lögð áhersla á að sýna virðingu og umhyggju í öllum kringumstæðum. Það ger- um við m.a. með því að huga að umhverfi, ör- yggi og námstækifærum barna og fullorðinna. Við leitumst við að sýna tillitssemi og koma til móts við þarfir einstaklingsins, þó með það í huga að hann sé hluti af stærri heild. Hugtökin sanngirni og réttlæti eru höfð að leiðarljósi. Við förum eftir lögum um leikskóla þar sem við leggjum áherslu á að huga að hagsmunum og velferð barna, foreldra og starfsmanna. Unnið er með fljótandi námskrá (e. emergent curri- culum) og dagskipulag. Námskráin mótast af því samfélagi nemenda, foreldra og starfs- manna sem til staðar er hverju sinni. Umhverf- ið er einn þeirra þátta sem hafa áhrif á nám- skrána. Í starfsaðferðum Reggio Emilia er talað um umhverfið sem þriðja kennarann. Kenn- arar fylgja áhuga og getu barnanna og þannig mótast námskráin. Það getum við gert með því að nýta okkur uppeldisfræðilegar skráningar og móta þannig námsumhverfi og tækifæri út frá skráningum. Við lítum á samvinnu og samræður sem mikilvægan þátt í öllu starfi og hvetjum til dýpri samræðna á meðal kennara. Við teljum að samræðurnar sé hægt að nýta til að dýpka starfið og eigið sjálf – þannig fá kennarar tækifæri til að skoða eigin hugsanir og skora þær á hólm. Á sama fundi var unnið með heimspeki- greindina. Afrakstur þeirrar vinnu var eftirfarandi skilgreining: Samræður á milli kennara eru nýttar til að dýpka starfið og þannig er unnið markvisst með ígrundun og rökstuðning. Með því að ígrunda starf sitt og eflast í samræðu fá kenn- arar tækifæri til að leita eftir tilgangi og sjá hlutina í stærra samhengi. Þegar kennarar hafa öðlast færni í að ígrunda og eru orðnir meðvit- aðir um eigin starfshætti eru þeir líklegri til að setja hversdagslega hluti á hærra plan. Í lok mars hófu kennarar að móta mynd- ræna sýn skólans á grunni þeirra niður- staðna sem lýst er hér að framan. Niður- staðan varð eftirfarandi yfirlýsing um sýn Bjarma og á 3. mynd má sjá þá myndrænu útfærslu sem vísað er til í yfirlýsingunni: Á Bjarma er litið á samvinnu og samræður sem mikilvægan þátt í öllu starfi. Við vinnum markvisst að því að byggja upp samfélag þar sem virðing og umhyggja er höfð að leiðar- ljósi. Einnig er lögð áhersla á hvetjandi náms- umhverfi sem vekur upp löngun til náms og þekkingarleitar, hjá öllum sem að skólasam- félaginu koma. Í viðtali sem rannsakandinn tók við tvær mæður, þær Kristínu og Maríu, í lok júní ræddu þær um hvað sýnin væri skýr. Þeim fannst hún endurspeglast í námsumhverfinu, væntingum starfsfólks- ins til barnanna og töldu að á bak við hvern þátt í starfinu lægi ígrundun um gildi hans og tilgang. María sagði þetta um áhrif um- hverfisins: „Maður sér að þið ... hafið verið að taka út það sem virkar ekki og bæta inn nýjum ... . Þetta var rosalega vel undirbúið og maður sá alveg, skilurðu, að það var búið að leggja hugsun í þetta.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.