Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Side 50

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Side 50
50 Svava Björg Mörk og Rúnar Sigþórsson sér til að framkvæma sýnina í starfi. Það gerum við m.a. með því að leggja áherslu á dreifða ábyrgð og leiðtogahlutverk. Samvirknigreind Í verkefni sem kennarar unnu í nóvember um mótun menningar var niðurstaðan sú að byggja ætti sem mest á samvinnu, samræðum og hjálpsemi. Kennarar töldu sig finna fyrir því að allir innan skóla- samfélagsins skiptu máli og ef upp kæmu vandamál talaði fólk út um hlutina, bæði um það sem gengi vel og það sem gengi illa. Niðurstaða verkefnisins var sú að menning skólans einkenndist af lýðræðislegum vinnubrögðum, áherslu á umhyggju og virðingu og ávallt væri reynt að koma til móts við einstaklinginn en þó með það í huga að hann væri hluti af stærri heild. Samræða væri notuð til að finna lausnir á þeim málum sem upp kæmu. Teymin væru að eflast og kennara- hópurinn liti á sig sem eitt stórt teymi og teldi að samvinna væri sú leið sem notuð yrði í framtíðinni. Í viðtali við Perlu og Jóhönnu í maí var rætt um að allir kennarar væru jafnir og hugtakið „leiðbeinandi“ væri ekki notað í skólanum. Jóhanna sagðist ekki upplifa sig sem leiðbeinanda í skólanum og Perla sagði: „Það myndi engum detta það í hug heldur ... það hefur ekki hvarflað að mér einu sinni ... maður er ekkert að spá í það ... .“ Í sama viðtali var einnig rætt hvort það gæti haft áhrif á starfið að það væru ekki sérstakir fagfundir þar sem leiðbein- endur fengju ekki að vera með. Perla taldi svo vera og sagði: „Nei, það segir sig sjálft að þau þurfa kannski ennþá meira að fá þessa fundi, þau sem ekki hafa þekk- inguna fyrir.“ Áður en hópurinn vann að skilgreiningu á samvirknigreindinni var hann búinn að vinna mikla grunnvinnu um birtingu sam- vinnu og íhuga hvernig samvirknigreind- in birtist í starfi skólans. Hópurinn taldi að skilgreina mætti enska hugtakið collegial þannig að valdi væri dreift jafnt á sam- starfsaðila með samstarf og samvinnu að leiðarljósi. Skilgreining hópsins varð þessi: Það sem einkennir samvirknigreindina er sam- hljómur í samstarfi. Áhersla er lögð á að dreifa valdi á milli samstarfsaðila. Við reynum að ná sameiginlegri niðurstöðu með samræðum þar sem hlustað er á sjónarmið allra. Í slíku samfé- lagi er lögð áhersla á lærdóm, starfsþróun og nýja þekkingu. Tilfinningagreind Á Bjarma var frá upphafi lögð áhersla á að hafa samskipti opin og sýna öllum í skóla- samfélaginu virðingu og væntumþykju. Það hjálpaði bæði stjórnendum og kenn- urum að takast á við ýmiss konar hindr- anir sem þeir mættu í þróunarstarfinu og lægðir sem urðu í því, meðal annars vegna þreytu og álags, veikinda og breytinga í starfsmannahópnum. Hópurinn var þó ekki alltaf sammála um þær hindranir sem hann mætti eða hvernig ætti að bregðast við þeim. Sigrún ræddi um mikilvægi þess að geta verið heiðarlegur og geta rætt til- finningar sínar. Hún sagðist finna að hún gæti rætt um líðan sína og tilfinningar við samstarfsfólkið: Þess vegna finnst mér svona mikilvæg þessi opna umræða, því að ef hún er ekki til staðar þá ... eru bara allir að þykjast. ... maður verður þá að þora að tala um hlutina eins og á þessum hádegisfundum ... sem eru svo mikilvægir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.