Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Page 51

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Page 51
51 Samfélag jafningja: Uppbygging lærdómssamfélags í leikskóla Í umræðum kennara um hugtakið um- hyggju veltu þeir fyrir sér áhrifum sínum á aðra, væntingum sínum og tilfinningum, eigin framkomu og hvernig skólasamfélag þeir vildu byggja upp. Þegar hópurinn vann skilgreiningu á tilfinningagreind í mars lagði hann til grundvallar mikilvægi sjálfsþekkingar og aðlögunarhæfni. Skil- greining hópsins á tilfinningagreind var þessi: Á Bjarma viljum við efla okkur í sjálfsþekkingu þar sem við þekkjum, skiljum og áttum okkur á að við höfum áhrif á eigin tilfinningar. Einnig teljum við að kennarar eigi að búa yfir þeim sveigjanleika að geta lagað sig að mismunandi aðstæðum. Mikilvægt er að geta skynjað og lesið úr líðan fólksins í kringum sig, vera með- vitaður um tilfinningar annarra og hafa getu til að setja sig í spor þeirra. Góð samskiptahæfni er einnig mikilvæg og hæfileikinn til að geta gagnrýnt og tekið gagnrýni. Ígrundunargreind Á Bjarma var lögð áhersla á að starfsmenn rýndu í eigið starf, bæði einir og með öðr- um. Fléttað var saman verkefnavinnu og samræðum á fundum, allir unnu saman í teymum þar sem þeir hittu teymisfélaga einu sinni í viku til að ígrunda starfið í sameiningu. Einnig unnu kennarar með uppeldisfræðilegar skráningar og hópur- inn skilgreindi hugtök eins og umhyggju, dreifða ábyrgð og dreifða forystu. Kennar- arnir töldu að ígrundunargreindin ætti að vera lýsandi fyrir faglegan þroska þeirra. Þeir ræddu um mikilvægi þess að gefa sér tíma til ígrundunar, þroska með sér hæfni til samræðna og vinna stöðugt að sjálfs- mati; þannig gætu kennarar veitt börnum verkefni við hæfi. Á starfsmannafundi í mars var lokið við eftirfarandi skilgrein- ingu á ígrundunargreind: Ígrundunargreind er grunnurinn að fag- mennsku og því verðum við að huga að sjálfs- mati. Sjálfsmat samfélagsins liggur í þekkingu á eigin námi, gildum, siðferði og eiginleikum til að sjá heildarmyndina. Til að eflast í slíku starfi verður að huga að möguleikum kennara til að ígrunda bæði einir og með öðrum. Umræður Markmið starfendarannsóknarinnar í leik- skólanum Bjarma var að kanna hvernig hægt væri að byggja upp lærdómssam- félag í anda Reggio Emilia með því að inn- leiða sex af níu greindum skólagreinda- líkans MacGilchrist og félaga (2004). Meginniðurstaða rannsóknarinnar var að skólagreindalíkanið reyndist haldgóður vegvísir til að ná þessu markmiði. Skýr sýn, hreinskiptnar samræður, ígrundun og nám, styðjandi samstarf og samábyrgð, umhyggja, virðing og dreifð forysta voru allt þættir sem tókst að gera einkenn- andi fyrir starfshætti skólans. Þetta eru allt starfshættir sem fræðimenn telja að einkenni fagleg námssamfélög almennt (DuFour o.fl., 2009; Stoll o.fl., 2006) og samræmast jafnframt sýn Reggio Emilia á leikskólastarf (Rinaldi, 2006). Sýn Bjarma – siðferðis- og heimspekigreind Í niðurstöðunum má finna samsvörun við þá lýsingu Senge (1990/2006) að sam- eiginleg sýn sé hreyfiafl sem geti fengið miklu áorkað. Kennarar töldu það vera mikilvægan þátt í ferlinu að sameinast um sýnina og skilgreiningar á siðferðis- greind og heimspekigreind skólans til að átta sig á því hvert hópurinn stefndi. Sýnin og greindirnar urðu nægilega sterkt afl til
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.