Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Page 62

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Page 62
62 Torfi Hjartarson og Anna Kristín Sigurðardóttir (Ozdemir og Yilmaz, 2008). Niðurstöður viðamikillar rannsóknar, sem leidd var af Walden (2009) og tók til framsækinna skólabygginga í ellefu löndum, gefa til kynna að góð hönnun ýti undir vellíðan og gagnvirk samskipti sem aftur sýna tengsl við betri námsárangur. Þróun skólabygginga í sögulegu ljósi hefur verið svipuð í mörgum löndum. Dudek (2000) lýsir því hvernig skólabygg- ingar á Englandi hafa þróast frá miðbiki 19. aldar til okkar tíma og endurspegla þróun hugmyndafræði á sviði menntunar. Í fyrstu tóku skólarnir mið af því verk- efni sínu að halda uppi aga og stjórn með reglulegri grunngerð sem endurómaði trúarlegt vald og kirkjustarf. Síðar var skólum ætlað að færa fátækum börnum heilsuvænt og öruggt umhverfi. Margar skólabyggingar voru af þeim sökum við jaðar bæja og borga, nærri náttúrulegu umhverfi. Við upphaf 20. aldar, áratugina þar á eftir og fram eftir öldinni tóku hug- myndir og kenningar í anda John Dewey, með áherslu á tilraunir og opnari nálgun, að hafa áhrif á lögun og skipan skóla- bygginga. Skólinn átti að nálgast nám og kennslu á opnari hátt en áður og endur- spegla raunheiminn með því að leggja til námsrými sem ýttu undir leitarnám og spurningar af hálfu nemenda; rými á borð við tilraunastofur, smiðjur, leikrými eða íþróttasali og teiknistofur (Dudek, 2000). Á síðustu áratugum hafa hugmyndir um skólastarf orðið enn framsæknari með áherslu á opna náms- og kennsluhætti, ein staklingsmiðað nám, samþættingu náms greina, teymisvinnu og félagslegan sveigj anleika. Upplýsingatækni hefur líka komið til sögunnar og haslað sér völl í skólastarfi. Til að nefna eitt dæmi um þessa þróun hefur á Englandi verið ráðist í viða- mikla fjárfestingaráætlun sem tengir sam- an skólabyggingar og upplýsingatækni, Building Schools for the Future (Department for children, schools and families, 2008). Hún á að stuðla að þróun námsumhverfis í fremstu röð á heimsvísu. Á Íslandi er saga skólabygginga með stysta móti og hefst ekki að marki fyrr en með dögun iðnbyltingar sem ekki var hér á landi fyrr en snemma á 20. öld (Loftur Guttormsson, 2009). Eins og í öðrum lönd- um hafa skólabyggingar mótast af þörfum samfélags og menntunar. Ákvarðanir um hönnun hljóta þó að hafa ráðist að mestu leyti af tiltækum arkitektum hvers tíma, fáum framan af og menntuðum í öðrum löndum. Í hverju tilviki má gera ráð fyrir að leiðandi embættismenn á sviði skóla- mála og stjórnendur skóla hafi líka haft einhver áhrif á hönnunina og sett sinn hugmyndafræðilega svip á bygginguna. Að sögn Borrelback (2009) má marka svip- aða þróun í Þýskalandi þar sem hönnun skóla virðist hafa byggst á samkomulagi þeirra sem fjölluðu beint um hvert afmark- að byggingarverkefni fremur en miðlægri stefnumótun. Hönnun með þátttöku margra aðila að skólastarfinu hefur ekki verið útbreidd fyrr en á allra síðustu árum. Nýlegt dæmi í íslensku samhengi er stefna skólayfirvalda í Reykjavík um einstaklingsmiðað nám og samvinnu í námi og kennslu (Anna Kristín Sigurðardóttir, 2007). Stefnan á að taka til allra þátta skólastarfs og þar með líka skólabygginga og námsumhverfis.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.