Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Side 64

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Side 64
64 Torfi Hjartarson og Anna Kristín Sigurðardóttir safna og tölvuvera, stundum með því að tefla saman prentgögnum, tölvukosti og búnaði til miðlunar á vel völdum stað í skólabyggingunni (Allyson Macdonald, Torfi Hjartarson og Þuríður Jóhannsdóttir, 2005). Aðgengi að tækninni er auðvitað í lykilhlutverki í þessu sambandi. Í þessari rannsókn verður hugað að sveigjanleika í rýmisnotkun og nýtingu tæknibúnaðar auk möguleika á að framleiða stafrænt efni og kynna í samkomusölum, kennslu- stofum og smiðjum. Bætt aðgengi að menntun Eitt af mikilvægum markmiðum við hönnun skólabygginga er aðgengi fyrir alla. Bæði arkitektar og fræðimenn á sviði menntavísinda þurfa að greina þá hönn- unarþætti sem ýta undir eða hindra sam- þætta þjónustu og blöndun í námi, ekki síst einstaklingsmiðað samvinnunám. Bygg- ingarlistarhugtök á borð við niðurbrot, yfirsýn, gagnsæi, flæði og sveigjanleika geta varpað ljósi á ýmsa þá þætti hönnunar sem draga úr eða greiða fyrir möguleikum til náms án aðgreiningar; þætti sem hafa áhrif á sveigjanlegt aðgengi að rýmum til náms og kennslu, námsgögnum og stuðn- ingi við nám eða skilvirkt skipulag náms- vinnu í blönduðum hópi nemenda með til- liti til aldurs, þroska eða sérstakrar færni. Þjónustu við nærsamfélag skóla þarf líka að hafa í huga ásamt aðgengi nemenda og starfsliðs að nágrannaskólum, söfnum og annarri starfsemi í nærsamfélagi skóla. Hugmyndin um náin tengsl við nærsam- félagið helst í hendur við hugmyndir um opið og sveigjanlegt skólastarf sem tekur mið af fjölbreytilegum kringumstæðum, áhuga og þörfum nemenda. Hönnun sjálfbærra og notalegra skólabygginga Á síðustu árum hefur aukinni athygli verið beint að sjálfbærri hönnun bygginga. Þetta á líka við á Íslandi en hugmyndir og hugtök á því sérsviði eru enn nýjabrum á almennum vettvangi hönnunar og bygginga. Ein skólabygging sem lýtur al- þjóðlegum stöðlum um sjálfbærni hefur verið hönnuð af íslensku arkitektastofunni ARKÍS (http://www.ark.is) en hefur ekki risið enn. Sjálfbærnistaðlar eins og BREEAM (http://www.breeam.org) og LEED (http://www.usgbc.org) eru notaðir til að stilla upp góðum námsrýmum fyrir sveigj- anleg not með náttúrulegri dagsbirtu, nátt- úrulegri loftræstingu þar sem því verður komið við, vistvænni hitun, lítilli vatns- notkun, góðri hljóðvist og efnisnotkun sem tekur mið af sjálfbærni við byggingu, viðhald og rekstur. ARKÍS skilgreinir sjálf- bæra hönnun á grundvelli þessara staðla og bendir á nokkra lykilþætti: n Staðarval skóla, skólalóð og tengsl við umhverfi n Græn orka – lítil vatnsnotkun n Stýring á frárennsli n Notkun vistvænna byggingarefna og flokkun úrgangs á byggingartíma n Þægileg rými til náms og gæði í hönnun innan dyra n Nýsköpun og beiting vistvænnar hönnunar sem tækis til náms
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.