Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Side 72

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Side 72
72 Torfi Hjartarson og Anna Kristín Sigurðardóttir tengsl grunn- og leikskóla voru ekki ráðin þegar gagnaöflun fór fram. Í skóla 1 eru stofur list- og verkgreina rúmgóðar og gætu boðið upp á samþætt- ingu við aðrar námsgreinar en í sumum hinna skólanna er beinlínis gert ráð fyrir tengslum á milli greina. Í skóla 2 er grunn- hugmyndin að list- og verkgreinakenn- arar taki höndum saman við aðra kennara um ýmis verkefni og fyrir vikið voru rými undir þær greinar höfð fremur lítil. Nú er nýsköpun og grófri vinnu komið fyrir í lausum stofum utan við skólann. Í skóla 3 eru þrjú rými undir smíðar, myndlist og textíl tengd með breiðum dyraopum. Verkefni eru yfirleitt ekki þvert á greinar en töluvert flæði er á milli svæða. Heim- ilisfræðin aftur á móti er út af fyrir sig í mjög þröngu rými. Í skóla 4 mynda mynd- menntastofa, textílstofa og smíðastofa sér- stakan klasa sem býður upp á samgang og lítið fjölnotarými. Tónmenntastofa, heim- ilisfræðistofa, eldhús og salur eru þar næst utan við en náttúrufræðistofa er stök og út af fyrir sig. Í skóla 5 eru list- og verkgrein- ar í stórri smiðju með nokkrum kimum eða smærri herbergjum. Undirliggjandi er hugmynd um handíðatorg í anda miðalda og mikil áhersla á þverfaglega samvinnu. Tónmennt er í sérstökum klasa við hlið þessarar smiðju og býður upp á hljóm- sveitarstarf og hljóðfærakennslu. Lítil herbergi til hljóðfærakennslu eru einnig í boði í skólum 1 og 2. Þá má nefna að salir virðast talsvert notaðir í tengslum við tón- mennt. Skólasöfn, upplýsingatækni og miðlun Í skóla 1 eru skólasafn og tölvustofa fjarri öðrum kennslurýmum og mest til hljóð- lesturs, útlána og tölvukennslu. Bækur úr safninu má víða sjá í stofum skólans. Gluggar eru á milli tölvustofu og safns en lítið samt um tengsl þar á milli. Í skóla 2 er safnið á galopnu svæði miðrýmis og býð- ur upp á nokkrar borðtölvur en annars eru fartölvuvagnar í opnum kennslurýmum. Í skóla 3 eru safn og tölvuver í einu, opnu rými með útsýni um innri glugga fram á gang og inn í almenn kennslurými. Þar þurfa nemendur og kennarar ekki að taka nema nokkur skref til að komast í upp- lýsingaverið. Að auki standa fartölvur til boða. Í skóla 4, líkt og í skóla 1, er safnið á sama svæði og stjórnun en þaðan er skammur vegur í flest kennslurýmin því að skólinn er lítill um sig. Engin tölvustofa var teiknuð í bygginguna en á lokastigum var stök stofa tekin undir tölvur. Í skóla 5 kemur nokkuð á óvart að safnrými er ekki miðlægt en þar er gengið út frá því að fartölvur og bókakostur flæði um bygg- inguna. Sérstakt herbergi er ætlað undir skapandi starf með stafrænni miðlun. Athygli vekur að safnkennari í opnu safni í skóla 2 lætur ekki stöðuga umferð um opið safnrýmið trufla sig svo mjög heldur telur það til kosta að safnið skuli vera í miðri hringiðu skólastarfsins. Í skóla 3 aftur á móti kom fram að töluverð truflun er af umferð um og við upplýs- ingaverið. Munurinn liggur eflaust í meiri þrengslum, erfiðari hljóðvist þar sem margir stórir glerfletir hafa sitt að segja og svo því að tölvukennsla í verinu er við- kvæm fyrir mikilli truflun. Þrátt fyrir framsækna hönnun í ný- legum skólabyggingum er reyndin sú að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.