Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Page 83

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Page 83
83 Kyngervi raunvísinda: Námsval og aðstæður kvenna í hefðbundnum karlagreinum við Háskóla Íslands og stuðning frá fjölskyldu, leiðbeinanda eða fyrirmyndum. Nýleg rannsókn (Wentling og Camacho, 2008) styður þetta og þær hindranir sem konur fundu hvað mest fyrir þegar þær stóðu frammi fyrir því að taka ákvörðun um að stunda nám í verkfræði voru: ónóg- ar upplýsingar um verkfræðingsstarfið, skortur á ráðgjöf frá náms- og starfsráð- gjafa, þær upplifðu sig utangarðs í fram- haldsnámskeiðum í stærðfræði, raun- vísindum og tækni, þær skorti trú á eigin færni á sviðinu, og kvenkyns fyrirmyndir vantaði. Það sem virkaði helst hvetjandi á þær að feta þessa óhefðbundnu braut var: að hafa gengið vel í raunvísindum og stærðfræði í framhaldsskóla, góðir kenn- arar, hvatning frá kennara og fjölskyldu, karlkyns fyrirmynd í fjölskyldunni, færni í lausnaleit, áhugi á raunvísindum og tækni, góðir starfsmöguleikar og að um krefjandi starf er að ræða. Það hversu margar stúlkur velja sig frá stærðfræði og raungreinum er hindrun sem ekki má líta framhjá. Betz (2005) telur að hafi einstaklingar ekki trú á eigin færni á ákveðnum sviðum leiði það til þess að þeir forðist þau, þeim gangi verr og gefist frekar upp þegar á móti blæs. Rannsóknir Betz og Hackett (1997) hafa leitt í ljós að stúlkur á framhaldsskólaaldri meti færni sína minni en karlkyns jafnaldrar þeirra á sviðum sem snerta stærðfræði, raun- vísindi, tölvunarfræði og tækni, ásamt at- höfnum sem tengjast vélum og líkamleg- um verkefnum. Konur meta aftur á móti færni sína meiri á sviðum sem tengjast samskiptum, til dæmis við kennslu og ráð- gjöf. Betz (2005) bendir á að þetta sé í sam- ræmi við þau hefðbundnu kynhlutverk og þær kynbundnu staðalmyndir sem eru ríkjandi í samfélaginu. Betz og Hackett (1997) telja að töluverður skortur á trú á eigin færni í stærðfræði sé ein stærsta hindrunin sem konur þurfi að yfirstíga við val á námi á sviði raunvísinda og tækni. Rannsóknir Eccles og félaga (1999) í menntunarsálfræði ber að sama brunni. Þau hafa sérstaklega beint sjónum að því hvers vegna stúlkur velja síður greinar sem tengjast raunvísindum, stærðfræði og tækni og hafa þróað líkan til að útskýra ólíkt náms- og starfsval kynjanna. Líkt og í starfsþróunarkenningum telja þau að ákvarðanir um náms- og starfsval stýrist af eftirfarandi þáttum: a) væntingum ein- staklingsins um árangur og trú á eigin færni á sviðinu; b) tengslum valsins við langtíma- og skammtímamarkmið ein- staklingsins, sjálfsímynd hans og þarfir; c) skemum kyngervis (e. gender related schemas) og d) mati á hugsanlegum kostnaði (e. potential cost) af því að eyða tíma í þetta tiltekna nám miðað við ein- hvern annan valmöguleika sem kemur til greina. Allir þessir þættir eru svo tengdir reynslu einstaklingsins, samfélagslegum gildum og félagsmótunaraðilum (Eccles o.fl., 1999) sem lituð eru af kynjakerfinu sem lýst var hér að framan (Walby, 1990). Þær konur sem sjónum er beint að í þessari rannsókn hafa yfirstigið margar af þeim hindrunum sem rannsóknir sýna að verða á vegi kvenna á náms- og starfsferli þeirra. Út frá þeim kenningaramma sem fjallað hefur verið um og niðurstöðum fyrri rannsókna verður kannað hvort og þá hvaða hindrandi þættir hafi verið að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.