Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Page 85

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Page 85
85 Kyngervi raunvísinda: Námsval og aðstæður kvenna í hefðbundnum karlagreinum við Háskóla Íslands á fundum. Einnig eru konur líklegri en karlar til að finnast samband sitt við leið- beinanda vera nemanda-kennarasamband en karlar upplifa það frekar sem jafningja- samband. Goodman (2002) kemst að svip- aðri niðurstöðu í rannsókn sinni á konum í verkfræði. Konurnar hættu frekar í verk- fræði vegna þess að akademískt umhverfi dró úr þeim og þeim fannst þær ekki til- heyra hinu stærra samfélagi verkfræðinga. Konur hætta líka vegna þess að þeim leið- ist eða verða fyrir vonbrigðum með nám- skrána, hvernig kennslan er, þeim finnst andrúmsloftið í greininni ópersónulegt og þær hverfa frá vegna þess að þær missa sjálfstraustið í andrúmslofti sem einkenn- ist af samkeppni. Rannsóknir Guðrúnar Geirsdóttur (2008) á námskrám ákveðinna háskóla- greina benda til þess að hver háskólagrein hafi ákveðna orðræðu þar sem finna má ólík markmið með kennslu og ólík við- horf til þeirra hlutverka sem nemendur og kennarar gegna. Guðrún bendir á að há- skólakennarar gegni stóru hlutverki þegar námskrá staðbundinna greina er mótuð og að orðræða greinanna sé mikið til mótuð af hugmyndum kennaranna frá eigin há- skólatíð, samskiptaháttum, menningu innan greinanna og kennslureynslu. Nem- endur tileinka sér ekki bara ákveðna þekk- ingu og færni heldur líka rannsóknarað- ferðir, tungutak, orðræðu, gildi og reglur sem eru hluti af sjálfsmynd námsgreinar- innar. Þannig mótast ákveðinn menn- ingarhópur sem deilir sýn á aðferðafræði, kenningar, tækni og viðfangsefni (Guðrún Geirsdóttir, 2004). Schiebinger (1999) hefur bent á að margar konur sem feta inn í heim raunvísinda hafi enga löngun til þess að rugga bátnum, þær verði oft mjög íhalds- samar og berjist gegn breytingum og falli þannig inn í þá staðalmynd sem raun- vísindin eru þekkt fyrir. Nemendur sam- lagast þannig þeirri menningu sem ríkir og véfengja hana ekki. Í greinum tengdum raunvísindum virð- ist ríkja stofnanabundin karllæg menn- ing þar sem karlar njóta meiri virðingar en konur og ímynd greinanna gefur ekki rými fyrir konur og kvenleika (Greenfield o.fl., 2002; Henwood, 2000; Letts, 2001; Ste- pulevage og Plumeridge, 1998). Þá hefur komið fram að skoða þurfi til að mynda námskrá og kennsluhætti innan skólanna þar sem konur og karlar hafa mismunandi reynslu af menningunni (Fox, 2001; Good- man, 2002; Margolis o.fl., 2000). Fáar slíkar rannsóknir hafa verið framkvæmdar hér- lendis. Í tengslum við átaksverkefni um jafnara námsval kynjanna, sem Háskóli Íslands stóð fyrir á árunum 2000–2002, komu fram vísbendingar um að ímynd verkfræðinnar væri karllæg, að það vanti kvenfyrirmyndir í greinunum og að kon- ur láti ótta við stærðfræði hindra sig í að velja nám á þessu sviði (Erla Hulda Hall- dórsdóttir, 2004). Með þetta í huga er brýnt að rannsaka nánar hvort konur og karlar upplifa menningu þeirra námsgreina þar sem karlar eru í meirihluta með ólíkum hætti. Aðferð Til að kanna hvaða hindranir og hvatar væru í vegi kvenna og karla sem völdu nám á sviði raunvísinda og hvort kynin
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.