Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Page 93

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Page 93
93 Kyngervi raunvísinda: Námsval og aðstæður kvenna í hefðbundnum karlagreinum við Háskóla Íslands sviðum leiði það til þess að þeir forðist þau, gangi verr á þessum sviðum og gefist frekar upp þegar á móti blæs. Þær íslensku konur sem velja þessar greinar töldu sig vera vel undirbúnar fyrir nám í raunvís- indum, þeim hafði gengið vel í stærðfræði í framhaldsskóla og fannst stærðfræði skemmtileg. Einnig fengu þær hvatningu til stærðfræðináms bæði frá kennurum og foreldrum. Þá virðast karlar velja þessar greinar óháð því hvort þeir telji sig góða í stærðfræði eða þeir hafi fengið hvatningu í stærðfræðinámi. Þegar litið er á trú á eigin færni í náminu sjálfu hafa nemendur almennt ágæta trú á eigin færni, hins vegar kom fram að hún er meiri hjá körlunum en konunum. Konur töldu sig ekki standa jafn vel í samanburði við samnemendur sína og karlar, þær töldu sig ekki hafa jafngóða þekkingu og aðrir á viðfangsefni námsins, þær hafa minna sjálfstraust, upplifa meira álag og telja að flestir samnemendur sínir eigi auðveldara með að ná tökum á viðfangsefninu en þær. Það kemur því í ljós að þó að þessar konur hafi fengið stuðning, ráðgjöf og hvatningu og telji sig vera góðar í stærðfræði skilar það sér ekki endilega þegar í námið er komið. Þetta er í samræmi við niðurstöður Henwood (2000) um konur í tölvunarfræði en þar vanmátu konur eigin færni, bæði miðað við þær einkunnir sem þær fengu en einnig samanborið við jafnhæfa karl- kyns nemendur í áfanganum. Eins og Tinto (1997) hefur bent á hefur það samfélag sem skapast í náminu og myndar menningu þess áhrif á námsval og líðan nemenda en ekki einungis á einstak- lingsbundna þætti. Fram kom að karlar og konur upplifa kennslumenningu á svip- aðan máta og eru þau frekar jákvæð í garð kennara og námsins. Karlar og konur upp- lifa einnig jafningjamenninguna á svipað- an máta og er upplifunin fremur jákvæð. Það kom einmitt skýrt fram í rannsókn Margolis og félaga (2000) að það virkaði mjög hvetjandi hjá konum í tölvunarfræði við Carnegie Mellon að koma sér upp jafningjastuðningi, þar sem nemendur hjálpast að og geta spjallað saman um námsefnið. Konurnar í Carnegie Mellon töldu jafnframt að stór hindrun í náminu væri neikvæð viðbrögð frá samnemendum (Margolis o.fl., 2000) en vísbendingar voru um það í þessari rannsókn að karlar teldu andrúmsloftið í náminu jákvæðara en kon- urnar. Einnig var tilhneiging til þess að konum fyndust samnemendur sínir frekar vanmeta þá færni sem þær hafa í greininni en körlum. Þessu svipar til rannsóknar Henwood (2000) en niðurstöður hennar bentu til þess að ólíklegra væri að tekið væri eftir sérfræðiþekkingu kvenkyns nemenda en karlkyns í tölvunarfræði. Hindranir af þessu tagi mætti flokka sem samfélagsleg- ar að mati Betz (2005). Þó svo að almennt ríki ánægja innan deildarinnar þarf að rýna í það af hverju upplifanir karla og kvenna eru ólíkar, sérstaklega hvað varðar jafnrétti og virðingu innan námsins. Ef til vill er þetta angi af stofnanabundinni karllægri menningu sem hefur áhrif á upplifanir og reynslu kvenna innan þessara greina, að valdastaða kynjanna sé mismunandi og að karlar njóti meiri virðingar en konur, eins og niðurstöður annarra rannsókna á sama sviði hafa sýnt (Greenfield o.fl., 2002;
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.