Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Síða 105

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Síða 105
105 Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir og Þorgerður Einarsdóttir um okkar byrjum við ekki á því að kenna plöntunni sjálfri um. Við leitum ástæðna í umhverfi hennar; jarðveginum, vatninu, veðurfarinu og áburðinum. Eflaust er ein- faldara að setja af stað kynningarherferð eða tölvunámskeið fyrir stúlkur en að fara í ítarlega skoðun á námsgreinunum, námsefninu og kennsluháttum. Engu að síður er varhugavert að líta svo á að vandamálið liggi hjá stúlkunum sem velja sig frá raun- og tæknivísindanámi (Burger, o.fl., 1997). Svipuð viðhorf birtast í hnot- skurn í yfirskrift greinarinnar „Kannski erum við orðnar svo miklar strákastelpur að það haga sér allir eins“ en það er til- vitnun í viðmælanda í þeirri rannsókn sem hér er kynnt. Í dag eru flestir sammála um að til að skilja lágt hlutfall kvenna í umræddum greinum þurfi að skoða námsgreinarnar sjálfar ofan í kjölinn og menninguna sem loðir við þær (Fox, 2001; Henwood, 2000; Lerman, Mohun og Oldenziel, 1997; Schiebinger, 1999; Woodfield, 2002). Dræm aðsókn kvenna og brottfall þeirra úr raun- og tæknisvísindanámi bendi til slagsíðu og hindrana í vísindunum sjálfum og ástæð- una sé því að finna í innviðum kerfisins (Blickenstaff 2005, Schiebinger 1999). Í nýrri átaksverkefnum er því sjónum beint að kerfislægum hindrunum eins og menn- ingu og orðræðu vísinda, þ.e. hvað er fjallað um, hvað er hægt að segja og skrifa og hvað ekki (Foucault, 1981/1970). Jafnframt er bent á hvernig menning raunvísinda getur átt þátt í að fæla kon- ur frá. Þegar borinn er saman ávinn- ingur þessara ólíku nálgana kemur í ljós að átaksverkefni sem felast í djúpstæðari skoðun á menningu og hefðum greinanna og umbótastarfi innan þeirra eru árang- ursríkari en verkefni sem leggja áherslu á kynningarstarf (Fox, Sonnert og Nikifor- ova, 2009). Algeng þrástef um konur og vísindi Fyrstu rannsóknir á kynjamynstri í vís- indaheiminum byggðust á eðlishyggju- hugmyndum sem eiga sér djúpar rætur í mannkynssögunni. Aristóteles taldi konur óæðri körlum og rakti það til líffræðilegra þátta og hefur sá tónn bergmálað í skrifum fræðimanna allar götur síðan (Sigríður Þorgeirsdóttir, 2001). Í nafni eðlishyggju hefur því meðal annars verið haldið fram að konur séu óútreiknanlegar tilfinninga- verur, síðri að skynsemi en karlar og því ekki færar um að sinna ýmsum störfum. Í vestrænni heimspeki birtast hugmyndir um eðli kynjanna sem tvíhyggjukenning- ar. Kynjunum er þannig gjarnan stillt upp sem andstæðum, gæddum mismunandi eiginleikum þar sem eðli kvenna er tengt við tilfinningar og náttúru en eðli karla við rökhyggju og skynsemi (Sigríður Þor- geirsdóttir, 2001). Þessar hugmyndir áttu lengi vel þátt í að grafa undan konum og framlagi þeirra til vísinda þar sem þekk- ingarleit var ekki talin samræmast hlut- verki kvenna (Lloyd, 2007/1979). Eðlishyggjuhugmyndir sjást víða enn í dag. Skemmst er að minnast ummæla forseta Harvard-háskóla árið 2005 en hann hélt því fram að lágt hlutfall kvenna í æðstu stöðum háskólans mætti rekja til líffræðilegra þátta, svo sem byggingar og starfsemi heilans. Ennfremur að mæður væru ekki eins viljugar og karlar til að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.