Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Page 106

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Page 106
106 „Kannski erum við orðnar svo miklar strákastelpur að það haga sér allir eins“ leggja á sig þá vinnu sem þarf til að ná árangri innan raungreina (Andersen, 2009; Fogg, 2005). Ummælin ollu miklum usla og baðst hann afsökunar á þeim (Rimer, 2005). Orðræða um eðli kynjanna hefur þannig reynst lífsseig og tekið á sig ýmsar myndir. Síðustu áratugi hefur einstaklings- hyggja verið ráðandi orðræða og í for- grunni hennar er einstaklingurinn sem gerandi. Líkt og ríkjandi frjálshyggju- áherslur byggist einstaklingshyggjuorð- ræðan á neikvæðu frelsishugtaki. Frelsi er skilgreint sem bann við íhlutun og frjáls- ræði undan ytri kvöðum (Stefán Ólafs- son, 2006). Innan einstaklingshyggjunnar víkur umræða um menningarlegt og félagslegt samhengi fyrir áherslu á ein- staklingsbundna færni og persónuleg ein- kenni (Gestur Guðmundsson, 2008). Ein- staklingshyggjuorðræðan horfir framhjá kerfislægum og félagslegum áhrifaþáttum og gerir ráð fyrir að allir njóti sömu tæki- færa, að velgengni ráðist af hæfileikum og dugnaði einvörðungu. Þannig þaggar orð- ræðan niður gagnrýna umfjöllun um sam- félagsleg mein og varpar ábyrgð á misrétti á herðar þeim sem verða fyrir því (Baker, 2008; 2010). Einstaklingshyggjuáherslur hafa einnig leitt af sér ákveðna femíníska orðræðu. Hugtakið póstfemínismi (e. postfemin- ism) hefur verið notað til að skýra ein- staklingshyggjuviðhorf til jafnréttis og aðgreiningu frá femínisma (McRobbie, 2001). Því er haldið fram að mismunun á grundvelli kyns og kynþátta sé liðin tíð og jafnréttisumbætur og umræður því ekki bara óþarfi heldur til þess eins að hygla öðru kyninu á kostnað hins. Litið er svo á að aukið frelsi og fleiri tækifæri hafi losað konur í vestrænum ríkjum úr höftum hefðbundinna kynjahugmynda og leitt til þess að misrétti heyri sögunni til. Kon- ur hafi sterka sjálfsmynd, séu gerendur í eigin lífi og geti valið sér lífsbraut að vild án nokkurra hindrana (Baker, 2008, 2010; Ringrose, 2007). Póstfemínísk sjónarmið voru áberandi í drengjaorðræðunni (Ing- ólfur Ásgeir Jóhannesson 2004), þ.e. um- ræðunni um bágan námsárangur drengja þar sem góður árangur stúlkna var talinn vera á kostnað stráka og merki um kven- læga slagsíðu í menntakerfinu (Ringrose, 2007; Weaver-Hightower, 2003). Umræð- an um misrétti gagnvart strákum hefur fengið nokkuð góðan hljómgrunn á Ís- landi (Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2004) og þegar verkefni Háskóla Íslands til að auka hlut kvenna í verkfræði fór af stað heyrðust háværar gagnrýnisraddir um að aðgerðirnar fælu í sér misrétti gagnvart körlum (Auður Magndís Leiknisdóttir, Ás- dís Aðalbjörg Arnalds og Friðrik H. Jóns- son, 2009; Erla Hulda Halldórsdóttir 2004; Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 2000a; 2000b; Þorgerður Einarsdóttir og Berglind Rós Magnúsdóttir 2005). Útskýringar einstaklingshyggjunnar á kynjuðu námsvali hneigjast til eðlishyggju- skýringa því þegar konur og karlar eru frjáls að því að velja það sem þeim sýnist hlýtur skýringuna á kynjuðu mynstri að vera að finna í ólíku eðli kynjanna (Smyth og Darmody, 2009). Með hinni ríkjandi einstaklingshyggjuorðræðu fá því eðlishyggjuhugmyndir nýtt líf og aukinn hljómgrunn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.