Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Side 108

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Side 108
108 „Kannski erum við orðnar svo miklar strákastelpur að það haga sér allir eins“ stelpur tileinka þær sér ráðandi orðræðu sem er oft og tíðum kynjuð og felst í þeirri sýn að konur og karlar séu í eðli sínu ólík. Með þessu taka nemendur þátt í að við- halda hinu karllæga kyngervi vísindanna (Henwood 1998). Í viðtölum Lynch og No- wosenetz (2009) við nemendur í raun- og tæknivísindum kom í ljós að meðal nem- enda ríktu íhaldssamar hugmyndir um hefðbundin kynjahlutverk. Orðræðan var mest áberandi hjá karlkyns nemendum en einnig sýnileg hjá konum. Jafnréttis- áherslur voru álitnar mál kvenna og við- leitni til að auka rétt kvenna talin vera á kostnað karla (Lynch og Nowosenetz, 2009). Um leið og kvenkyns nemendur gera lítið úr kynjamun hafa rannsóknir sýnt að þær finni fyrir fordómum í sinn garð (Lynch og Nowosenetz, 2009). Til að geta tilheyrt karllægri menningu og samsamað sig staðalmyndum raun- og tæknigreina og verða „ein af strákunum“ þurfa þær að afsala sér kvenleika sínum (Faulkner, 2000; Kvande, 1999). Til að viðhalda hinni karllægu ásýnd greinanna noti karlar opinskáa kvenfyrirlitningu og grín byggt á fordómum til að draga konurnar fram í dagsljósið (Henwood, 1998). Í rannsókn Brainard og Carlin (1998) upplifðu konur í grunnnámi á sviði vísinda og verkfræði ýmsar hindranir í námi. Þær voru einangr- aðar, fannst þeim vera ógnað og sjálfsör- yggi þeirra í námi minnkaði með árunum. Aðferðir og gögn Markmiðið rannsóknarinnar var að fá innsýn í menningu og andrúmsloft innan tækni- og raunvísindagreina, nánar til- tekið eðlisfræði, rafmagns- og tölvuverk- fræði, stærðfræði og tölvunarfræði. Rann- sóknarspurningarnar voru eftirfarandi: 1) Hvers konar tengsl einkenna menn- ingu og samskipti í tilteknum raun- og tæknivísindagreinum? Einkennast sam- skipti og menning af valdatengslum, og ef svo er, hvernig birtast þau? 2) Hvaða orð- ræða og tengsl, þar með talin valdatengsl, höfðu áhrif á námsval viðmælenda? Viðtöl voru tekin við tíu kvenstúdenta á tímabilinu september 2009 til febrúar 2010. Notað var markvisst úrtak (e. purposeful sample) og voru viðtölin hálfopin til að leyfa ákveðinn sveigjanleika og breytingar í samræmi við þróun rannsóknarinnar (Bogdan og Biklen, 1998). Konurnar voru á aldrinum 22 til 30 ára, allar í síðari hluta grunnnáms eða í framhaldsnámi, flestar barnlausar í sambandi. Gögnum var safnað þar til mettun var náð (Bogdan og Biklen, 1998). Viðtölin voru hljóðrituð og afrituð orðrétt með leyfi viðmælenda. Samanlagt voru gögnin 505 blaðsíður. Vegna fámenn- is innan námsgreinanna er sérlega mikil- vægt að gæta að vernd þeirra sem miðl- uðu af reynslu sinni í þessari rannsókn. Til þess að ekki sé unnt að tengja saman einstök ummæli eru ekki gefin gervinöfn heldur eru ummæli sett fram nafnlaust og fléttuð saman við umfjöllunina. Etnógrafía félagslegra tengsla Á meðan upplýsingaöflun og greining við- tala fór fram birtist fljótt ákveðið mynstur í lýsingum og orðfæri viðmælenda sem undirstrikaði áhrif ósýnilegra félagslegra afla og orðræðu á námsval þeirra og upp- lifun á náminu. Til að setja þetta mynstur í fræðilegt samhengi var ákveðið að styðjast
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.