Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Page 111

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Page 111
111 Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir og Þorgerður Einarsdóttir um um hina lötu en heilbrigðu nálgun karla að námi (Ingólfur Ásgeir Jóhannes- son, 2004; Cohen, 1998) og gerir karllæga hegðun að viðmiði. Ástæðan fyrir fæð kvenna í fögunum var oft og tíðum rakin til persónulegra þátta í fari þeirra sjálfra. Lausnin fólst í því að konur tækju sig á, hættu að vera svona uppteknar og stress- aðar og höguðu sér meira eins og karlar. Þú veist, þær hafa ekki tilfinningu að þær hafi tök á öllu og ef að stelpur hafa ekki tilfinningu að hafa tök á öllu þá finnst þeim þær ekki hafa tök á neinu, veistu hvað ég meina? En svo er það bara einhver hugsun sem að venst. Farsæll nemandi er gæddur karlmannleg- um kostum. Karlar eru duglegri að dunda sér við hitt og þetta „og finna lausnir á end- anum“ á meðan konur geta „ekki hugsað sér að vera ekki með nein skilgreind mark- mið“. Konur eru uppteknar við að gera allt rétt og þurfa að fá meiri staðfestingu en karlar sem velta sér ekki upp úr velgengni og einkunnum heldur „bara meira klára þetta“. Karlar kippa sér ekki upp við það þótt það taki þá kannski fjögur eða fimm ár að klára námið á meðan konur „geti ekki hugsað sér að klára eitthvað út fyrir kassann“. Ég held að stærsta hindrunin sé í henni sjálfri. Það er að segja, sko, vegna þess að stærðfræðin er svo sko, þú veist, þú kannt ekki stærðfræði og, þú veist, strákarnir eru miklu betri í stærð- fræðinni. Samkeppnisandrúmsloft Svo virðist sem talsverður samanburður sé á milli nemenda „Það er alltaf verið að tala um svona samanburð.“ Í langflestum bekkj- um virðist leynast einhver einn sem ekkert þarf að hafa fyrir náminu. Þrátt fyrir mikið verkefnaálag og erfið skiladæmi skilur hann verkefnin sem enginn annar skilur. Það gengur rosalega illa hjá okkur öllum nema einum sem bara reiknar þetta í gegn og ekkert mál þannig að við hin erum bara: oh hvað er að okkur? Viðhorf til námsárangurs báru keim af kynjaðri sýn líkt og Berglind Rós Magn- úsdóttir greindi í rannsókn sinni meðal unglinga (2003). Almennt virðist gengið út frá því að körlum gangi betur í náminu en konum. Ekki vegna hárra einkunna eða afkasta heldur vegna látæðis þeirra og af- stöðu til námsefnisins. Þar fara saman létt og leikandi viðhorf til námsins og hug- myndin um fyrirhafnarlausa snilld (Co- hen, 1998; Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2004). Karlar virðast rólegri og afslappaðri í náminu, margir hverjir kærulausari og leggja minna á sig. Þeir fá e.t.v. ekkert svo góðar einkunnir sem skýrist af því að þeir nenna ekki að læra. Þeir kunni þetta hins vegar allt saman. Ef þeir myndu læra þá „gætu þeir alveg fengið bara 10 í hverju sem er, þetta eru mjög klárir strákar“. Þegar kvennemendur fá hærri einkunn skýrist það af því hve duglegar þær eru að læra. Þótt hún sé ein af þremur hæstu í bekknum lýsir einn viðmælandi líðan sinni svona: En mér finnst mörgum af strákunum ganga miklu betur en mér, en, en jú jú þú veist þetta er allt í lagi. [...] Svo er ég kannski duglegri en þeir að læra fyrir prófin. Þeir eru svona kæru- lausari því, þú veist þegar kemur síðan að því að fá einkunnina sjálfa. Þó að þeir hafi kannski staðið sig betur í áfanganum svona yfir vetur- inn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.