Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Qupperneq 113

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Qupperneq 113
113 Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir og Þorgerður Einarsdóttir tiltekin námsgrein „rosalega skemmtileg, ótrúlega skemmtileg fög“, vildi einn við- mælandi ekki fara í þá sömu grein af þess- ari ástæðu: Sko, ég vissi ekki að þessir hlutir væru til þegar ég byrjaði í verkfræði. Og þá var einhver strákur út í bæ búinn að vera að leika sér að raða svona hérna íhlutum á svona koparplötu og búa til e- einhverja virkni. Segja má að litið sé svo á að nemendur eigi að kunna efnið áður en þeir fara í námið. Ef þú ert ekki góður í einhverju strax er ljóst að „hæfileikarnir liggi meira annars- staðar“. Í raun skiptir áhugi ekki öllu því: „maður finnur að maður er góður í ein- hverju og þá heldur maður áfram“. Grófur húmor Húmor innan námsbrautanna er óvæginn og gengur langt. Viðmælendur lýstu hon- um sem grófum, kaldhæðnum, „brútal nördahúmor“. Það er sko hlegið að öllu, þú veist eins og þegar við sitjum og það er talað um allt bókstaflega í matarhléum þarna í [nemendaaðstöðunni], en leiðist sko, út í sko, æ ég veit það ekki. Það er þú veist, það er talað um fatlaða og það er talað um, þú veist allt. Það er þú veist, ekki á neinn slæman hátt, það eru margir þarna sem hafa unnið með fötluðum og sumir hafa unnið á leikskóla og eitthvað en, en já. Það er svona samt eiginlega leyfilegt að gera grín að öllu þarna. Viðmælendur eru sammála um að menn- ing bekkjanna sé öðruvísi en ella þar sem svo mikill fjöldi karla er í náminu. Á einn eða annan hátt gefa karlar tóninn í félags- lífinu og stýra andrúmsloftinu þannig að ólík valdastaða kynjanna endurspeglast í menningu og húmor. Valdamunurinn birtist í orðræðu og húmor, sem er á hug- lægu plani en verður líka stundum mjög áþreifanlegur. Í vissum greinum hefur mjög grófur húmor orðið að „hefð“ og því að einhverskonar markmiði í sjálfu sér. Ég meina það eru typpi út um allt, þeir teikna typpi út um allt. Og ég meina, þeir eru með tölvur og þeir eru alltaf með eitthvað svona léttklædda konu á [...] eða gera þannig að ef maður prentar út þá kemur stórt typpi eða það stendur typpi á öllu. Svo virðist sem þetta fari þó að einhverju leyti eftir nemendum hverju sinni og sé breytilegt eftir árgöngum „sum önnur ár, þá hefur maður heyrt að það er bara klám- mynd í gangi og þannig“. Húmorinn felst í mikilli kaldhæðni og „skotum“ á sam- nemendur. Stundum gengur hann út á að sýna kvenkyns samnemanda klámmyndir eða segja henni grófa brandara í þeirri von að hún bregðist við. Markmiðið er að ganga fram af samnemendum sínum, sér í lagi konum, „sjokkera“ og ofbjóða þeim. Viðmælendur í þeirri grein þar sem þetta var mest áberandi benda á að húmorinn fari yfirleitt ekki fyrir brjóstið á þeim af því „þeir meina þetta ekkert“ , jafnvel þótt húmorinn beinist oft beint að þeim „eins og ég þurfi að verja alla kvenþjóðina“. Þær leggja áherslu á að þetta sé hefð og gert til skemmtunar. Þetta „venjist“ en sé ef til vill ekki andrúmsloft fyrir „viðkvæmari“ konur, eða eins og ein orðaði það, „það er ekkert rosa mikil viðkvæmni í gangi“. Við- mælendur úr öðrum greinum og deildum kannast einnig við þennan grófa húmor sem ríkir innan ákveðinna greina en hafa ekki samsamað sig honum á sama hátt. Þær gagnrýna drykkjusöngvana sem við-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.