Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Page 117

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Page 117
117 Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir og Þorgerður Einarsdóttir kvenna ekki stafa af verðleikum, heldur einhverju öðru og dragi hana þannig í efa: „já þurftirðu bara eitthvað að klemma saman brjóstin og þá fékkstu þetta“. Þar sem ríkjandi einstaklingshyggjuorðræða lítur fram hjá félagslegum áhrifaþáttum er ályktað sem svo að kynin standi jafnfætis í náminu. Jafnrétti hafi verið náð. Konum er ekki formlega mismunað, þeim er ekki meinaður aðgangur að náminu. „Jafnrétti“ felst þar af leiðandi ekki í vinnu í þágu annars kynsins. Slíkt verði til þess eins að jaðarsetja hitt kynið. Þess vegna eru það í raun karlar sem verða fyrir misrétti. Umræða og lokaorð Rannsóknarspurningar þessa verkefnis voru 1) Hvers konar tengsl einkenna menningu og samskipti í tilteknum raun- og tæknivísindagreinum? Einkennast sam- skipti og menning af valdatengslum, og ef svo er, hvernig birtast þau? 2) Hvaða orð- ræða og tengsl, þar með talin valdatengsl, höfðu áhrif á námsval viðmælenda? Innan greinanna fundust margskonar valdatengsl og ríkjandi orðræða einkennd- ist af einstaklingshyggju og karllægum viðmiðum. Tengslin birtast í orðum nem- enda og í lýsingum þeirra á andrúms- lofti innan deildanna og í félagslífi. Þessi stýrandi valdatengsl höfðu áhrif á daglegt líf nemenda, samskipti þeirra á milli, við- horf þeirra til náms og vísinda, og til jafn- réttismála. Niðurstöður benda til þess að hinn mikli meirihluti karla móti menningu innan námsgreinanna og að konur þurfi að aðlagast karllægum viðmiðum. Langflest- ir viðmælendur samsömuðu sig ríkjandi menningu, höfðu tileinkað sér viðtekin gildi og gerðu lítið úr meintum kynjamun, í samræmi við rannsókn Henwoood (1998). Eins og Lave og Wenger (1991) benda á er brýnt að aðlagast ríkjandi menningu til að verða fullgildur og gjaldgengur þátt- takandi. Þetta virðist eiga við um viðmæl- endur, þær læra „rétta“ hegðun og tileinka sér viðteknar hugmyndir. Svo virðist sem neikvæð sýn á kon- ur og þætti tengda kvenleika sé við- tekið viðhorf innan greinanna. Viðhorf til námsárangurs eru jafnframt kynjuð, þ.e. velgengni kvenna var rakin til iðjusemi en karlar voru klárir. Í sumum greinum voru áberandi fordómar og áreitni af kyn- ferðislegum toga og í félagslífinu virðist viðgangast grófur eða hrokafullur húmor sem getur reynst hindrun fyrir þær konur sem ekki samsama sig ríkjandi menningu. Innan sumra greina var áberandi sam- keppnisandrúmsloft sem gerði nemendur stundum óörugga og hafði jafnvel áhrif á val á sérgreinum. Húmorinn og andrúms- loftið gat verið vægðarlaust og í ljósi þess er skiljanlegt að nemendur óttist það að spyrja „asnalegra spurninga“. Einstaklingshyggjuorðræðan er sterk í orðum viðmælenda og er „hið hlutlausa viðmið“. Hún setur gerendamátt og eigið val í brennidepil en gerir það jafnframt að verkum að erfitt er að fjalla um félagslegt misrétti (Baker, 2008; 2010). En valfrelsi er takmörkunum háð og er undir áhrifum frá stýrandi valdatengslum og öðrum sam- félagslegum þáttum, svo sem stéttaskipt- ingu, staðalmyndum og hefðbundnum hugmyndum um hlutverk kynjanna. Ríkjandi viðhorf til jafnréttismála endur-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.