Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Síða 118

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Síða 118
118 „Kannski erum við orðnar svo miklar strákastelpur að það haga sér allir eins“ spegla þá póstfemínísku sýn að jafnrétti hafi verið náð og jafnréttisaðgerðir séu því óþarfar, jafnvel óréttmætar. Þótt skóla- yfirvöld vilji fjölga konum innan raun- og tæknivísinda einkennast viðhorfin af tor- tryggni í garð jafnréttisaðgerða sem gjarn- an eru taldar misrétti gagnvart körlum. Kynbundið námsval er ekki álitið jafn- réttismál heldur afleiðing af frjálsu vali og því að kynin séu í eðli sínu ólík. Niðurstöðurnar benda til þess að um- hverfið innan greinanna sé ekki ávallt opið og bjóðandi fyrir konur þótt sumar þeirra samlagist menningunni sem þar ríkir. Þetta stangast á við skilning okkar á jafnrétti, sem einskorðast ekki við formlegt jafnrétti og bann við mismunun heldur felst í því að allir einstaklingar skuli „eiga jafna möguleika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína óháð kynferði“ (Lög um jafnan rétt og jafna stöðu karla og kvenna nr. 96/2000). Staða kvenna innan greinanna er ekki sú sama og karla þar sem staðblær, og á stundum kennsluhætt- ir, endurspegla karllæg viðmið og byggj- ast á hugmyndum um karlmennsku. Sú karllæga og oft ágenga menning sem við- gengst innan vissra greina stangast jafn- framt á við stefnu Háskóla Íslands gegn mismunun (2005) þar sem tekið er fram að það sé „sameiginleg ábyrgð allra starfs- manna og stúdenta að gæta þess að skapa ekki með orðum sínum eða gerðum fjand- samlegt andrúmsloft gegn ákveðnum ein- staklingi eða hópi“ (Háskóli Íslands, 2005). Sýnt hefur verið fram á að átaksverkefni til að auka hlut kvenna innan raun- og tæknivísindagreina geta ýtt undir staðal- myndir, kynjaða sýn og eðlishyggju þó svo áherslur þeirra byggist á rannsóknum grunduðum í félagsmótunarkenningum (Phipps, 2007; Abbiss, 2008). Því verður að gæta að því að verkefnin, og sá hug- myndafræðilegi grunnur sem þau eru byggð á, standist gagnrýna skoðun. Hægt er að stuðla að auknu hlutfalli kvenna inn- an raun- og tæknivísindagreina með ýmsu móti en fyrsta skrefið hlýtur að vera um- ræða um það hvað jafnrétti felur í sér. Um- ræðan um lágt hlutfall kvenna innan raun- og tæknivísindagreina virðist viðkvæm og jafnvel óvinsæl. Ef vilji er fyrir hendi til að fjölga konum innan greinanna þarf að taka á þeirri grófu hegðun og áreitni sem viðgengst innan sumra greina. Þótt samkeppni sé hvetjandi upp að ákveðnu marki getur hún orðið fráhrindandi ef hún verður of ráðandi. Samkeppnisandrúms- loft og ágengur húmor sem viðgengst í sumum greinum er líklegt til að fæla kon- ur frá náminu. Þörf er á fleiri rannsóknum á sviði raun- og tæknivísindagreina. Skoða þarf upp- byggingu námsins og menninguna með gagnrýnum hætti og það hvernig þessar greinar fá á sig karllægt kyngervi, verða karlagreinar, og hvernig slíkum stimpli er viðhaldið innan skólastarfsins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.