Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Qupperneq 134

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Qupperneq 134
134 Rúnar Sigþórsson kvæði, samstarfshæfni, vinnubrögð og heimanám. Jafnframt gáfu kennarar ein- kunn í tölu fyrir árangur í verkefnum og skyndiprófum. Í lok þriðju annar voru svo haldin vorpróf. Í hinum skólunum þremur var annars vegar gefin einkunn fyrir skriflegt próf í lok hverrar annar og hins vegar var einkunn sem var meðaltal ýmiss konar símats á önninni á vinnubrögðum, heima- vinnu og verkefnaskilum, auk skyndi- prófa og kannana af ýmsu tagi. Hvorar tveggja þessara einkunna voru gefnar í tölu og reiknaðar saman í eina þannig að vægi símatseinkunnarinnar var 30–40%. Í öllum skólunum fjórum fengu nemendur aðskildar einkunnir fyrir mismunandi þætti íslenskunnar. Þessar einkunnir voru misjafnlega margar, frá tveimur og upp í fimm, þar sem þær voru flestar. Bæði kennarar og nemendur lýstu námsmati skólanna fyrst og fremst sem lokamati, hvort sem um var að ræða ann- arpróf eða símat. Nemendur fengu að vísu endurgjöf á þau verkefni sem þeir skiluðu og einkunnir úr skyndiprófum en ekki var hægt að sjá af gögnum að hún væri notuð til að skipuleggja áframhaldandi nám, setja nemendum mörk og leiðbeina þeim um það hvernig þeir gætu náð þeim. Íslenskukennslan og samræmda prófið í 7. bekk Enginn kennaranna færði skýr rök fyrir áherslu sinni á málfræði og stafsetningu og enginn þeirra sem kenndi í 6. bekk tengdi hana beinlínis við samræmda prófið í 7. bekk. Frekar var á þeim að skilja að áhersl- an á málfræði og stafsetningu væri liður í að búa nemendur undir unglingastigið og allir kennararnir í 6. bekk töldu sig finna fyrir því að ætlast væri til að nemendur kæmu þangað með vissan undirbúning. Guðlaug, í skóla C, orðaði þetta þannig: „Mér finnst svona áhersla á að ná að klára málfræðina og komast áfram í stafsetn- ingu [en] ef að bókmenntatími fellur niður þá er manni eiginlega alveg sama.“ Nemendur endurómuðu þetta sjón- armið og í öllum skólunum fjórum kom fram hjá nemendum – með misjafnlega skýrum hætti þó – að þeir litu á gengi sitt á prófinu sem forspá um námsgengi sitt á unglingastiginu, í samræmda prófinu í 10. bekk, og þar með um möguleika sína til framhaldsskólanáms. Í 7. bekk breyttist myndin og síðustu vikurnar fyrir samræmda prófið mátti sjá mikla áherslu á upprifjun og annars konar beinan undirbúning fyrir samræmda prófið. Þeir kennarar sem höfðu tækifæri til reyndu þá gjarnan að bæta við tímum í íslensku og stærðfræði. „Nú [eru] menn ... að hamast við að læra stærðfræði og íslensku, sko, af því að það eru að koma samræmd próf,“ sagði Ingveldur og lýsti með því ágætlega þeirri mynd sem kom fram í viðtölum og vettvangsathugunum. Í öllum skólunum var tekið a.m.k. eitt gamalt samræmt próf í æfingarskyni á þessum tíma. Sara, í skóla B, sem þó var að mörgu leyti á öðru róli en aðrir kennarar sem rætt var við sagði til dæmis þremur vikum fyrir prófið að hún hefði bætt tveimur tímum á viku við íslenskutímana sem annars væru ætlaðir tæknimennt og lífsleikni. „Við erum búin að fara í nafnorðin, við
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.