Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Page 135

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Page 135
135 Virk námskrá í íslensku í 6. og 7. bekk grunnskóla í ljósi samræmda íslenskuprófsins í 7. bekk erum búin að fara í lýsingarorðin, erum að byrja í sagnorðunum og rituninni núna ... við erum ekki búin að bæta neinu við í rauninni í vetur, sko. Við erum bundin af þessu, svolítið.“ Í skóla C var tekin fjögurra til fimm vikna upprifjunartörn að hausti í 7. bekk. Þá var stundaskráin lögð til hliðar og lítið gert annað en að rifja upp málfræði og fara yfir gömul samræmd próf og aukaverk- efni til að búa nemendur undir prófið. Guðlaug lýsti því til dæmis hvernig hún væri búin að rýna í gömul samræmd stafsetningarpróf til að sjá hvaða vand- rituð orð kæmu oftast fyrir og geta kennt nemendum rithátt þessara orða. Tíma var bætt við íslenskuna sem einkum var tek- inn af samfélagsgreinum og kristinfræði. Guðlaug sagði að reynt væri að bæta þennan tíma upp að loknum prófum, t.d. með þemaverkefni, en fór ekki nánar út í hvernig það yrði gert. Þegar viðtal var tekið við Loft, sam- kennara Guðlaugar, snemma í október hafði hann undirbúið prófið markvisst frá byrjun skólaársins og sagði: Já, maður veit alveg hvað kemur ... og þarf að þjálfa það svona betur þessa dagana ... og ef þú finnur það að þau kunna það ekki þá verðurðu að þjálfa það ... maður vill að allir kunni þessi atriði og það er svona hamrað á þeim. Þegar kennararnir voru spurðir um leið- sagnargildi íslenskuprófsins töldu þeir það ýmist ekki neitt eða eingöngu bundið við 7. bekk eftir að niðurstöður kæmu. Yfirleitt skoðuðu kennarar ekki einkunnir einstakra nemenda en stundum væri farið í átaksverkefni með heilum bekkjum í námsþáttum sem ekki hefðu komið nægi- lega vel út á prófinu. Enginn kennaranna taldi að þeir sem tækju við nemendum í 8. bekk nýttu niðurstöður prófsins. Nokkrir kennarar viku að „neikvæðu leiðsagnar- gildi“ samræmda prófsins fyrir nemendur sem stæðu illa í námi. Til dæmis sagði Loftur að nemendur litu á niðurstöðu prófanna sem „utanaðkomandi stimpil og stækka ef þau standa sig vel en minnka rosalega mikið ef þau standa sig illa.“ Hann hélt áfram: Já, þannig að þetta er bara sigti og ef það er til- gangurinn að setja í grátt, svart og hvítt þá duga þau ... þetta er harka ... vegna þess að þetta er utanaðkomandi aðili sem er að mæla og þetta er stimpill ... ég er tossi eða ég er góður. Guðlaug, samkennari hans, orðaði þetta nokkurn veginn á sama hátt og stimpl- unina staðfesti hnípin stúlka í einum nem- endahópnum sem sagðist kvíða mikið fyrir samræmda prófinu. Þegar ég spurði hana um ástæðuna var svarið: „Af því að ég er svo ömurleg.“ Umræður og ályktanir Rannsóknin sem um ræðir í þessari grein beindist að hugsanlegu samhengi milli samræmda prófsins í íslensku í 7. bekk og tilhögunar kennslu og náms í 6. og 7. bekk. Leitað var svara við spurningunni: Hvað einkennir tilhögun kennslu og náms í íslensku í 6. og 7. bekk í fjórum íslenskum grunnskólum og að hvaða marki tekur sú tilhögun mið af samræmda prófinu í íslensku í 7. bekk? Kennslan, námið og Aðalnámskrá grunnskóla Það fyrsta sem vekur athygli í niður- stöðum rannsóknarinnar um inntak virku
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.