Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Page 118

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Page 118
118 frumbyggja Ástralíu og Norður-Ameríku, íbúa Pólýnesíu og japanskra búddista.1 Í þessari grein hyggst ég fjalla, út frá þessum sjónarhóli, um hugmyndir kínverskra daoista um náttúruna og æskilegan lífsmáta mann- eskjunnar í samspili sínu við hana og innan hennar. Daoismi rekur rætur sínar til smáritsins Daodejing 道德经 sem kennt er við speking að nafni Laozi 老子, „Aldna meistarann“, en samkvæmt elstu heimildum mun hann hafa verið samtímamaður Konfúsíusar á sjöttu öld f.o.t. Um höfundinn er fátt vitað með vissu, ekki einu sinni það hvort hann hafi verið til. Einnig er tímasetning ritsins óljós en tilvísanir til þess eru þegar orðnar býsna tíðar í ritum frá fjórðu öld f.o.t., þar á meðal í öðru helsta grundvallarriti daoisma, Zhuangzi 庄子. Allt frá þeim tíma og fram á daginn í dag hefur skóli daoista átt sér fjölmarga fylgismenn í Kína þótt ekki hafi hann seilst til formlegra hugmyndafræðilegra valda innan stjórn- kerfa kínversku keisaraveldanna.2 Keisarastjórnum stóð jafnan nokkur uggur af honum vegna óvæginnar samfélagsgagnrýni og tilhneiginga til óútreiknanlegrar stjórnleysishyggju. Raunar var daoismi, einkum í alþýð- legri útfærslum sínum, oftar en ekki byltingarhvati sem kynti undir upp- reisnum bænda og alþýðu í sögu kínversku keisaraveldanna og átti jafnvel stærstan þátt í falli eins þeirra.3 Þótt hann hafi að öllu jöfnu verið sam- kvæmur eigin nálgunum og látið lítið á sér bera blundaði hann ávallt bak við tjöldin. Ítök hans á meðal listamanna, rithöfunda og heimspekinga af öllum skólum hafa ávallt verið sterk. Þannig væri freistandi að segja Kínverja hafa opinberlega aðhyllst konfúsíanisma á tímum keisaraveld- anna en daoismi hafi hins vegar verið ráðandi hugsun í einkalífi þeirra. Eins og gilti um aðra hefbundna kínverska hugmyndastrauma átti daoismi mjög undir högg að sækja á fyrstu áratugum Kínverska alþýðulýðveldisins en sækir nú mjög í sig veðrið að nýju og á undanförnum árum hefur athygli 1 Sjá t.d. Graham Parkes, „Lao-Zhuang and Heidegger on Nature and Technology“, Journal of Chinese Philosophy 30:1 (2003), bls. 19–38. 2 Daoismi komst raunar nálægt því að verða opinber ríkishugmyndafræði fyrir til- stilli Xuanzong 玄宗 keisara á 8. öld Tang-veldisins (唐 618–907). Úr því varð þó ekki vegna alvarlegrar stjórnarbyltingar sem setti keisaraveldið á annan endann og varð að lokum til þess að styrkja konfúsíanisma í sessi. Sjá Torbjörn Lodén, Redis- covering Confucianism. A Major Philosophy of Life in East Asia, Folkestone: Global oriental, 2006, bls. 91–92. 3 Um er að ræða Austur-Han-veldið (东汉 23–220) en það náði sér aldrei eftir mikl- ar bændauppreisnir árið 184 sem innblásnar voru af daoískum byltingarhugmynd- um hinna svonefndu Gulu vefjarhatta (huangjin 黄巾). Sjá t.d. Valerie Hansen, The Open Empire. A History of China to 1600, New york og London: W.W. Norton, 2000, bls. 145–147. GeIR sIGuRðsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.