Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Síða 118
118
frumbyggja Ástralíu og Norður-Ameríku, íbúa Pólýnesíu og japanskra
búddista.1 Í þessari grein hyggst ég fjalla, út frá þessum sjónarhóli, um
hugmyndir kínverskra daoista um náttúruna og æskilegan lífsmáta mann-
eskjunnar í samspili sínu við hana og innan hennar.
Daoismi rekur rætur sínar til smáritsins Daodejing 道德经 sem kennt er
við speking að nafni Laozi 老子, „Aldna meistarann“, en samkvæmt elstu
heimildum mun hann hafa verið samtímamaður Konfúsíusar á sjöttu öld
f.o.t. Um höfundinn er fátt vitað með vissu, ekki einu sinni það hvort hann
hafi verið til. Einnig er tímasetning ritsins óljós en tilvísanir til þess eru
þegar orðnar býsna tíðar í ritum frá fjórðu öld f.o.t., þar á meðal í öðru
helsta grundvallarriti daoisma, Zhuangzi 庄子. Allt frá þeim tíma og fram
á daginn í dag hefur skóli daoista átt sér fjölmarga fylgismenn í Kína þótt
ekki hafi hann seilst til formlegra hugmyndafræðilegra valda innan stjórn-
kerfa kínversku keisaraveldanna.2 Keisarastjórnum stóð jafnan nokkur
uggur af honum vegna óvæginnar samfélagsgagnrýni og tilhneiginga til
óútreiknanlegrar stjórnleysishyggju. Raunar var daoismi, einkum í alþýð-
legri útfærslum sínum, oftar en ekki byltingarhvati sem kynti undir upp-
reisnum bænda og alþýðu í sögu kínversku keisaraveldanna og átti jafnvel
stærstan þátt í falli eins þeirra.3 Þótt hann hafi að öllu jöfnu verið sam-
kvæmur eigin nálgunum og látið lítið á sér bera blundaði hann ávallt bak
við tjöldin. Ítök hans á meðal listamanna, rithöfunda og heimspekinga af
öllum skólum hafa ávallt verið sterk. Þannig væri freistandi að segja
Kínverja hafa opinberlega aðhyllst konfúsíanisma á tímum keisaraveld-
anna en daoismi hafi hins vegar verið ráðandi hugsun í einkalífi þeirra.
Eins og gilti um aðra hefbundna kínverska hugmyndastrauma átti daoismi
mjög undir högg að sækja á fyrstu áratugum Kínverska alþýðulýðveldisins
en sækir nú mjög í sig veðrið að nýju og á undanförnum árum hefur athygli
1 Sjá t.d. Graham Parkes, „Lao-Zhuang and Heidegger on Nature and Technology“,
Journal of Chinese Philosophy 30:1 (2003), bls. 19–38.
2 Daoismi komst raunar nálægt því að verða opinber ríkishugmyndafræði fyrir til-
stilli Xuanzong 玄宗 keisara á 8. öld Tang-veldisins (唐 618–907). Úr því varð þó
ekki vegna alvarlegrar stjórnarbyltingar sem setti keisaraveldið á annan endann og
varð að lokum til þess að styrkja konfúsíanisma í sessi. Sjá Torbjörn Lodén, Redis-
covering Confucianism. A Major Philosophy of Life in East Asia, Folkestone: Global
oriental, 2006, bls. 91–92.
3 Um er að ræða Austur-Han-veldið (东汉 23–220) en það náði sér aldrei eftir mikl-
ar bændauppreisnir árið 184 sem innblásnar voru af daoískum byltingarhugmynd-
um hinna svonefndu Gulu vefjarhatta (huangjin 黄巾). Sjá t.d. Valerie Hansen,
The Open Empire. A History of China to 1600, New york og London: W.W. Norton,
2000, bls. 145–147.
GeIR sIGuRðsson