Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Side 147

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Side 147
147 Heimspekinni viljandi á vald, og sá sem öðlist fró gagnvart röngum skoð- unum og frelsi undan ástríðunum muni þar af leiðandi vera lesandinn.21 Út frá hugmyndinni um að þekkja sjálfan sig og að vera umhugað um sjálfið í grísk-rómverskri menningu spyr Foucault hvernig menn tileinki sér sannleika eða hver leið manna til sannleikans sé. Þar af leiðandi spyr hann um mikilvægi þess að hlusta á, skrifa um og skoða sjálfan sig (í þeim skilningi að kalla fram í minnið þá hluti sem maður hefur lært) til að koma á ákveðnu sambandi á milli sjálfsverunnar og sannleikans.22 Á forsendum hugmynda Foucaults mætti að sama skapi spyrja: hvers eðlis er samband Heimspekinnar (sannleikans) og Bóethíusar (sjálfsverunnar)? Heimspekin vill vera Bóethíusi hjálpræði og lækna hann: „En nú er tími lækningar frekar en kveinstafa,“ (4) segir hún og ætlar að láta hann eftir Meyjum sínum „til umönnunar og lækninga“ (3). og hún vill jafnframt vekja hann til minn- ingar um þá visku sem hann hafði lært af ástundun heimspekinnar: „Ert þú ekki sá sem fyrrum varst nærður á mjólk minni og við þann kost upp alinn til hraustrar sálar og manndóms?“ (4) og gefur þar með í skyn að lækn- ingin felist að miklu leyti í minningunni um þá hluti sem hann í raun veit. Heimspekin telur enda að hann hafi „gleymt sjálfum sér“ (4) og sakir gleymsku þeirra verðmæta „sem af bókum skapast, hugsunum bóka minna [það er Heimspekinnar]“ (15) kveinki hann sér yfir örlögum sínum í stað þess að vinna á þeim með hjálp heimspekinnar. Það að öðlast hugfró heim- spekinnar felst í „sannri þekkingu á hvað stjórni heiminum“ (18), segir Heimspekin, og þannig getur Bóethíus endurheimt heilsuna og lífskraft- inn. Að lifa í samræmi við viskuna er einmitt „að laga mannsviljann að skynseminni“ eins og segir í stóuspekinni. 21 Thérèse-Anne Druart, „Philosophical Consolation in Christianity and Islam: Boethius and al-Kindi“, Topoi 19 (2000), bls. 26. 22 Í þessu sambandi gerir Foucault greinarmun á hinu andlega (e. spirituality) og heimspeki (e. philosophy). Muninum lýsir Arnold I. Davidson þannig að „(1) hið andlega byggir á því að sjálfsveran sem slík hafi ekki aðgang að sannleikanum, og, nákvæmar, að sannleikurinn sé ekki gefinn sjálfsverunni með einfaldri þekkingar- leit sem byggir á stöðu hans sem sjálfsveru; (2) til að hafa aðgang að sannleikanum verður sjálfsveran að gangast undir sinnaskipti eða umbreytingu og því er sjálf vera hennar undir; (3) þegar sjálfsveran hefur fengið aðgang að sannleikanum, eru áhrif hins andlega á sjálfsveruna slík að sjálf vera hans er raungerð, umbreytt, eða frels- uð“ (Arnold I. Davidson, „Introduction“, The Hermeneutics of the Subject. Lectures at the Collège de France, 1981–1982, New york: Palgrave, 2005, bls. xxiv). Foucault heldur því fram að í fornöld hafi þessir tveir þættir aldrei verið aðskildir, þ.e. heim- spekin (hvernig megi hafa aðgang að sannleikanum) og hið andlega (nauðsynlegar umbreytingar á sjálfsverunni sem muni gefa aðgang að sannleikanum). „GÓðUM MANNI GETUR EKKERT GRANDAð“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.