Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Page 147
147
Heimspekinni viljandi á vald, og sá sem öðlist fró gagnvart röngum skoð-
unum og frelsi undan ástríðunum muni þar af leiðandi vera lesandinn.21
Út frá hugmyndinni um að þekkja sjálfan sig og að vera umhugað um
sjálfið í grísk-rómverskri menningu spyr Foucault hvernig menn tileinki
sér sannleika eða hver leið manna til sannleikans sé. Þar af leiðandi spyr
hann um mikilvægi þess að hlusta á, skrifa um og skoða sjálfan sig (í þeim
skilningi að kalla fram í minnið þá hluti sem maður hefur lært) til að koma
á ákveðnu sambandi á milli sjálfsverunnar og sannleikans.22 Á forsendum
hugmynda Foucaults mætti að sama skapi spyrja: hvers eðlis er samband
Heimspekinnar (sannleikans) og Bóethíusar (sjálfsverunnar)? Heimspekin
vill vera Bóethíusi hjálpræði og lækna hann: „En nú er tími lækningar frekar
en kveinstafa,“ (4) segir hún og ætlar að láta hann eftir Meyjum sínum „til
umönnunar og lækninga“ (3). og hún vill jafnframt vekja hann til minn-
ingar um þá visku sem hann hafði lært af ástundun heimspekinnar: „Ert þú
ekki sá sem fyrrum varst nærður á mjólk minni og við þann kost upp alinn
til hraustrar sálar og manndóms?“ (4) og gefur þar með í skyn að lækn-
ingin felist að miklu leyti í minningunni um þá hluti sem hann í raun veit.
Heimspekin telur enda að hann hafi „gleymt sjálfum sér“ (4) og sakir
gleymsku þeirra verðmæta „sem af bókum skapast, hugsunum bóka minna
[það er Heimspekinnar]“ (15) kveinki hann sér yfir örlögum sínum í stað
þess að vinna á þeim með hjálp heimspekinnar. Það að öðlast hugfró heim-
spekinnar felst í „sannri þekkingu á hvað stjórni heiminum“ (18), segir
Heimspekin, og þannig getur Bóethíus endurheimt heilsuna og lífskraft-
inn. Að lifa í samræmi við viskuna er einmitt „að laga mannsviljann að
skynseminni“ eins og segir í stóuspekinni.
21 Thérèse-Anne Druart, „Philosophical Consolation in Christianity and Islam:
Boethius and al-Kindi“, Topoi 19 (2000), bls. 26.
22 Í þessu sambandi gerir Foucault greinarmun á hinu andlega (e. spirituality) og
heimspeki (e. philosophy). Muninum lýsir Arnold I. Davidson þannig að „(1) hið
andlega byggir á því að sjálfsveran sem slík hafi ekki aðgang að sannleikanum, og,
nákvæmar, að sannleikurinn sé ekki gefinn sjálfsverunni með einfaldri þekkingar-
leit sem byggir á stöðu hans sem sjálfsveru; (2) til að hafa aðgang að sannleikanum
verður sjálfsveran að gangast undir sinnaskipti eða umbreytingu og því er sjálf vera
hennar undir; (3) þegar sjálfsveran hefur fengið aðgang að sannleikanum, eru áhrif
hins andlega á sjálfsveruna slík að sjálf vera hans er raungerð, umbreytt, eða frels-
uð“ (Arnold I. Davidson, „Introduction“, The Hermeneutics of the Subject. Lectures
at the Collège de France, 1981–1982, New york: Palgrave, 2005, bls. xxiv). Foucault
heldur því fram að í fornöld hafi þessir tveir þættir aldrei verið aðskildir, þ.e. heim-
spekin (hvernig megi hafa aðgang að sannleikanum) og hið andlega (nauðsynlegar
umbreytingar á sjálfsverunni sem muni gefa aðgang að sannleikanum).
„GÓðUM MANNI GETUR EKKERT GRANDAð“