Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Síða 3
3
Ritið 1/2013, bls. 3–8
Talsverð gerjun hefur orðið í rannsóknum á módernisma síðastliðin ár.
Skilningur á hugtakinu ‚módernismi‘ hefur tekið nokkrum breytingum,
ekki síst fyrir áhrif frá aukinni áherslu á landfræðilega nálgun. Í stað þess að
skoða módernisma fyrst og fremst sem sögulegt tímabil með skýrt afmörk-
uð fagurfræðileg einkenni – flest tengd ismum evrópsku framúrstefnunnar
um og eftir aldamótin 1900 – er hann skoðaður út frá þeim stað sem til
umfjöllunar er hverju sinni, staðháttum þar og þverþjóðlegu – fremur
en alþjóðlegu – samhengi. Í ljósi þess að nútíminn, sem módernísk fag-
urfræði bregst við og mótar á sinn hátt, gengur ekki í garð á sama tíma
á öllum stöðum í heiminum hefur hin landfræðilega nálgun teygt á því
tímabili sem módernisminn er talinn ná yfir. Það er ein ástæðan fyrir því
að módernisminn er stundum enn sagður við lýði og kannski einnig ein af
ástæðum þess að póstmódernisminn hefur látið undan í umræðu undan-
farinna ára.
Þetta landfræðilega og staðfræðilega endurmat á módernismanum á
rætur í aukinni áherslu á staði og rými (e. spatial turn) á tíunda áratugnum
í verkum fræðimanna á borð við Edward W. Soja og Derek Gregory,1 en
það sprettur einnig af áhrifamiklum rannsóknum á sviði nýlendu- og eftir-
lendufræða. Áhersla höfunda eins og Edward W. Said og Homi K. Bhabha
á að skoða hið flókna samband á milli heimsveldis og nýlendu, miðju og
jaðars hefur haft mikil áhrif.2 Með landfræðilega módernismanum (e. geo-
1 Sjá einkum Edward W. Soja, Postmodern Geographies. The Reassertion of Space in
Critical Social Theory, London og New York: Verso, 1989 og Thirdspace. Journeys to
Los Angeles and Other Real-and-Imagined Places, Malden, MA, Oxford o.v.: Blackwell
Publishing, 1996. Kunnasta verk Derek Gregory er Geographical Imaginations,
Cambridge, MA og Oxford: Blackwell Publishers, 1994.
2 Sjá einkum Edward W. Said, Culture and Imperialism, New York: Vintage Books,
1994 [1993] og Homi Bhabha, The Location of Culture, London og New York:
Routledge, 1994.
Landfræði, staðir og módernismi