Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Qupperneq 10
10
ekki út fyrr en á þriðja áratug 20. aldar. Eins og gefur að skilja verða fræði-
menn þó seint sammála um hvar draga skuli markalínur sem þessar, né um
það hvaða einstök verk teljist marka „tímamót“ í sögu módernismans. Í
umræðu um bókmenntir enskrar tungu ber þó tvö slík verk hvað oftast á
góma, skáldsöguna Ulysses eftir James Joyce og ljóðabókina The Waste Land
(Eyðilandið) eftir T.S. Eliot, en bæði komu þessi verk út 1922, sem er fyrir
vikið í hugum margra annus mirabilis (töfraár) módernismans. Á þeim tíma
var ensk tunga að vísu ekki enn komin í þá yfirburðastöðu sem hún nýtur
nú, en stöðug styrking hennar allar götur síðan á sinn þátt í sögulegu mik-
ilvægi þessara tveggja verka.4 Sé horft víðar um völl sést að umbrotaverk
módernismans voru af ýmsu tagi og á mörgum tungumálum, en vissulega
urðu mörg þeirra til um og eftir fyrri heimsstyrjöldina.
Þegar Auerbach skrifar um upplausn raunveruleikans í verkum Virginiu
Woolf og annarra höfunda hafði umræða um þessa nýstefnu staðið um
hríð, stundum undir formerkjum framúrstefnu (avant-garde) eða einstakra
framúrstefnuhópa.5 Oft var umrót í heimi bókmennta og lista dregið fram
með sérstakri áherslu á orðin „nýr“ eða „módern“, t.d. í umræðu á ensku,
frönsku og þýsku (einnig sem nafnorð: „die Moderne“). Sjálft módern-
ismahugtakið var ekki notað með reglulegum hætti fyrr en síðar, t.d. á
ensku og Norðurlandamálum. Mikilvægir þættir umræðunnar áttu sér
stað í „litlum tímaritum“, sem svo eru stundum nefnd, þar sem oft fóru
saman tilraunakennd skáldverk, fagurfræðilegar stefnulýsingar og gagn-
rýnar umsagnir.6 En á sama tíma færðist fræðileg umfjöllun smám saman í
vöxt og þegar horft er um öxl má glöggt sjá að módernismaumræðan teng-
ist með ýmsu móti eflingu bókmenntafræðinnar í háskólum og ört vaxandi
þætti nútímabókmennta innan veggja akademíunnar. Það er ekki fyrr en
4 Benda má á að 1922 þykir líka stórt ár í brasilískum módernisma, en það er af
öðrum ástæðum, nefnilega vegna mikilvægis „Nútímalistavikunnar“ í São Paolo
á því ári. Sbr. Eduardo De Faria Coutinho, „Brazilian Modernism“, Modernism,
bindi 2, ritstj. Ástráður Eysteinsson og Vivian Liska, Amsterdam og Philadelphia:
John Benjamins Publishing Company, 2007, bls. 759–768.
5 Sbr. Yfirlýsingar. Evrópska framúrstefnan, Benedikt Hjartarson valdi efni og ritaði
inngang, þýðendur Benedikt Hjartarson, Áki G. Karlsson og Árni Bergmann,
Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2001.
6 Á liðnum árum hefur verið lífleg fræðaumræða um „litlu tímaritin“ og hlutverk
þeirra í sögu módernismans. Þröstur Helgason hefur hugað að þessu efni og rætt
í íslensku samhengi í óbirtu bókarhandriti, þar sem tímaritið Birtingur er tekið til
sérstakrar umfjöllunar. Hluti þeirra rannsókna hans hefur birst í greininni „Vaka og
Vaki, upprisa og uppreisn – „svo náskyld orð“. Sigurður Nordal og módernisminn“,
Ritið. Tímarit Hugvísindastofnunar, 1/2012, bls. 49–83.
ÁstRÁðuR EystEinsson