Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Qupperneq 14
14
fyrir alllöngu og ætti því að vera hægt að kortleggja með nokkurri vissu.
Hugtakinu hefur lengi verið beitt til slíkrar afmörkunar í sögulegri fjar-
lægð. Hið víðlesna greinasafn Modernism sem út kom árið 1976, í ritstjórn
þeirra Malcolms Bradburys og James McFarlanes, er hugsanlega áhrifa-
mesta bókin í módernismafræðum á síðasta fjórðungi liðinnar aldar, ekki
síst vegna mikillar notkunar í háskólakennslu, og hefur oft verið endur-
prentuð allt til þessa dags. Hún bar einfaldlega undirtitilinn 1890–1930.13
Greinasafnið kom út í ritröðinni Pelican Guides to European Literature og
því má segja að þetta tímabil í evrópskri bókmenntasögu hafi verið fært
undir formerki módernismans. Þetta var rækilega undirstrikað síðar, þegar
undirtitlinum var breytt í A Guide to European Literature 1890–1930.
Það er athyglisvert að skyggnast um öxl til þessa verks í ljósi þess
sem gerst hefur í módernismafræðum á síðustu árum. Bókina má skoða
sem staðfestingu á því sem bandaríski bókmenntafræðingurinn Fredric
Jameson sagði síðar með orðum sem oft er vitnað til: „We cannot not per-
iodize“, þ.e. við komumst ekki hjá því að afmarka tímabil eða skrá söguna
í tímabilum.14 En bók Bradburys og McFarlanes ber þess jafnframt vitni
að tímabil er kvik eining og „lögun“ þess fer einnig eftir hinu landfræði-
lega umfangi. Umfjöllunin er ekki bundin ensk-amerískum bókmenntum,
eins og oft hefur viljað brenna við í ritsmíðum á ensku um módernisma.
Leitast er við að draga saman þræði víðs vegar úr evrópskum bókmenntum
og jafnframt litið nokkuð til bandarískra bókmennta. Frá alþjóðasjónarmiði
sumra fræðimanna á nýrri öld er bókin þó vissulega „Evrópumiðuð“ (e.
Eurocentric), sem stundum virðist vera ótvírætt skammaryrði í umræðunni.
Að frátöldum inngangsritgerðum er þessari tæplega 700 blaðsíðna bók
skipt í þrjá meginhluta: Í sérstökum kafla um landfræði módernismans („A
Geography of Modernism“) er einkum fjallað um þær borgir sem taldar
eru í senn reynsluheimur og helstu uppsprettur módernismans, en þær
eru Berlín, París, Vín, Prag, Chicago, New York og London. Þá kemur
kafli með sjö greinum eftir átta fræðimenn um einstakar bókmenntahreyf-
ingar módernismans: frá symbólisma um ímagisma, vorticisma, fútúrisma
og expressjónisma, til dada og súrrealisma. Allur seinni hluti bókarinnar
er síðan lagður undir sautján greinar um módernisma í ljóðlist, skáld-
sagnagerð og leiklist og er megináhersla víða lögð á verk eftir nokkra
13 Malcolm Bradbury og James McFarlane (ritstj.), Modernism. 1890-1930, Harm-
ondsworth: Penguin Books, 1976.
14 Fredric Jameson, A Singular Modernity. Essay on the Ontology of the Present, London
og New York: Verso, 2002, bls. 29.
ÁstRÁðuR EystEinsson