Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Page 24
24
raunsæistexti á yfirborðinu bærist á óvenjulegan hátt í heimi sem er í senn
nýr og glataður og vekur ólgandi og jafnvel óþægilegt næmi með lesand-
anum. Í báðum þessum sögum virkjast hin lesandi vitund á ókennilegu
svæði á mörkum tungumáls og veruleika.
Landamæri módernisma og realisma – allt eins og ekki síst þegar þau
eru óljós – eru að mínu mati ein helsta viðmiðunin þegar við reynum
að átta okkur á lögun módernismans sem straums í bókmenntasögunni,
semsagt sögu módernismans, en skilningur á henni er um þessar mund-
ir í kreppu sem aldrei fyrr. Þessi mörk skipta miklu fyrir skilning okkar
á „framsetningu veruleikans“ (svo gripið sé til bókarheitis Auerbachs).
Veruleiki okkar lýtur ýmsum lögmálum nútímans sem festust í sessi á nítj-
ándu öld, þótt það myndmál kyrrsetu sé raunar villandi þegar litið er til
þeirrar nútímavæðingar sem var mjög ör á seinni hluta nítjándu aldar og
þeytti manninum síðan með sívaxandi afli og hraða í gegnum tuttugustu
öldina. Það sem kallað er raunsæi í bókmenntum er oft rakið til öflugra
hræringa á nítjándu öld, einkum í skáldsagnagerð, þegar ákveðin mynstur
í framsetningu veruleika, samfélags og einstaklingsvitundar urðu ríkjandi.
Í víðari skilningi er raunsæi (realismi) hinsvegar ekki heiti á afmarkaðri
bókmenntahreyfingu heldur vísar til eftirlíkingarvirkni tungumálsins og
annarra táknkerfa í heimi sem byggðist í sívaxandi mæli á rökvæðingu og
veraldarhyggju (sú lýsing á auðvitað í mismiklum mæli við um hina ýmsu
heimshluta og málin flækjast til dæmis þegar litið er til nútímavæðingar
landa sem lúta í orði kveðnu trúarlegri stjórnun). Beiting tungumálsins í
raunsæislegum bókmenntaverkum er því tengd veruleikalíkingu í almennri
samfélagslegri orðræðu, en eitt af grundvallareinkennum módernismans
er að hann snýst með ýmsu móti gegn rökvæddum tengslum veruleikans
og tungumálsins (eða annarra táknkerfa, í myndum eða tónum).
Þar með er vitaskuld ekki sagt að raunsæishöfundar byggi verk sín
almennt á einföldum hugmyndum um tengsl veruleika og tungumáls.
Merkir raunsæishöfundar birta okkur margbrotna mynd af veruleikanum
og textar þeirra geta á köflum átt það til að snúast gegn hreyfiafli og raunsæ-
isgrunni frásagnarinnar. Þetta á við um Gustave Flaubert sem gjarnan er
álitinn glæsilegasti fulltrúi raunsæisskáldsögunnar á 19. öld en á hinn bóg-
inn líka stundum sagður einn af forgöngumönnum módernismans, eins
og vikið var að hér að framan. Þá komum við aftur að stöðu túlkandans
gagnvart slíkum verkum. Bandaríski bókmenntafræðingurinn Jonathan
Culler segir að „við getum lesið Flaubert sem realista eða módernista“, en
ÁstRÁðuR EystEinsson