Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Qupperneq 31
31
sögn Nicholls.42 Sjálfur tel ég Nightwood mikilvægt skáldverk í sögu mód-
ernismans, þótt hér gefist ekki rými fyrir þá umræðu.
Skömmu síðar tekur Tyrus Miller hugtakið „síðmódernisma“ fyrir í
bókinni Late Modernism (1999). Hann kveðst sjá móta fyrir grafskrift mód-
ernismans þegar um 1926 og að hans mati eru Wyndham Lewis, Djuna
Barnes og Samuel Beckett dæmigerðir síðmódernistar. Hann telur hins-
vegar rétt að líta svo á að viss höfundarverk „hámódernismans“ vaxi áfram
meðfram síðmódernismanum. Þannig leyfir hann höfundum sem voru
þegar komnir áleiðis að ljúka mikilvægum verkum undir merkjum mód-
ernismans; Joyce kemur út Finnegans Wake, Virginia Woolf birtir The
Waves og Ezra Pound heldur áfram með sinn mikla Cantos-bálk, sem birt-
ist í nokkrum bókum á löngu árabili.43
En það er of mikill leki í þessu kerfi; kvíarnar eru of þröngar og þving-
unarbragur á röksemdunum. Með síðustu söngvum Pounds erum við
komin vel inn í seinnihluta 20. aldar. Og hvað með leikrit Becketts á sjötta
áratugnum, Waiting for Godot (Beðið eftir Godot) og Endgame (Endatafl),
hvað þá heldur seinni verk hans – eru þau framlenging síðmódernism-
ans?44 Þetta er krísa og mörkin standast ekki álagið, hvað þá miðjan.45
Hugtakið síðmódernismi og hugmyndir um síðbúinn módernisma hafa
sótt fram í fræðilegum skrifum, eins og sjá má af bókum á borð við The
Late Modernism of Cormac McCarthy eftir David Holloway (2002) og Harold
Pinter and the Twilight of Modernism eftir Varun Begley (2005). Einn undir-
kaflinn í þeirri bók um Pinter og rökkur módernismans nefnist „A Last
Modernist“, en óákveðni greinirinn gæti gefið í skyn að hinir síðustu mód-
ernistar kunni að vera fleiri. Og rökkrið hefur verið þarna allan tímann.
Fyrr í þessari grein lagði ég á það áherslu að á tímabilinu 1890–1930
42 Peter Nicholls, Modernisms. A Literary Guide, Houndmills og London: Macmillan,
1995, bls. 254 og 222.
43 Tyrus Miller, Late Modernism. Politics, Fiction, and the Arts Between the World Wars,
Berkeley: University of California Press, 1999, bls. 10.
44 ég hef ekki getið íslenskra þýðinga nokkurra verka sem nefnd hafa verið hér að
framan. Árni Ibsen þýddi nefnd leikrit Becketts; Sigurður A. Magnússon Ódysseif
eftir Joyce, Pétur Gunnarsson Frú Bovary eftir Flaubert og fyrsta hlutann af Í leit að
glötuðum tíma eftir Proust, Halldór Laxness Vopnin kvödd eftir Hemingway, Úlfur
Hjörvar Beloved (Ástkær) eftir Toni Morrison og Magnús Sigurðsson hefur þýtt
einn mikilvægasta þáttinn í Cantos (Söngvum) Ezra Pounds: Söngvana frá Písa.
45 Hér er hugsað til ljóðs írska skáldsins W.B. Yeats, „The Second Coming“, sem ort
er skömmu eftir lok fyrri heimsstyrjaldar og geymir m.a. vísuorðið „Things fall
apart; the centre cannot hold“. W.B. Yeats, Selected Poetry, ritstj. A. Norman Jeff-
ares, London: Pan Books, 1974, bls. 99–100.
FRÁSAGNARKREPPUR MÓDERNISMANS