Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Blaðsíða 32
32
væri módernismi síður er svo allsráðandi í bókmenntum Vesturlanda. Á
hinn bóginn hefur umfjöllun mín einnig borið þess merki að ég tel nauð-
synlegt að gera grein fyrir honum sem straumi er teygir sig í gegnum síð-
ari hluta tuttugustu aldar. Þyki mönnum fyrri heimsstyrjöldin afdrifarík
fyrir sögu módernismans, má allt eins segja það um hina síðari – hún færði
okkur hvað skýrust dæmi um hina „ósegjanlegu“ atburði sem Hayden
White tengir frásagnarkreppu módernismans. Þegar könnuð er saga mód-
ernismans verður einnig að huga að viðtökum hans og þær taka mikinn
kipp á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina, ekki aðeins í hópi fræðimanna
heldur einnig á almennum vettvangi. Til dæmis fá verk Franz Kafka ekki
mikinn hljómgrunn fyrr en á þeim tíma og þá má segja að hann hasli sér
völl sem „samtímamaður“ þeirra Alberts Camus, Pauls Celans, Borges,
Günters Grass og Nabokovs. Á þessu tímabili verður jafnframt æ ljósara
að róttækni eða kannski frekar rótleysi módernismans tengist oft samslætti
menningarheima, brottflutningi eða afmiðjun. Þetta á við um Kafka, Joyce,
Pound og Stein og einnig um Celan, Nabokov, Grass, Salman Rushdie og
Hertu Müller. Þetta undirstrikar á sinn hátt nauðsyn þess að kanna hvern-
ig módernisminn hefur ferðast. Það hefur hann ekki síst gert í þýðingum
og ég tel að þar megi finna mikilvæga þræði í sögu módernismans sem
enn eru lítt rannsakaðir og hið sama á við um önnur viðtökuform erlends
módernisma á hverjum stað, t.d. í kennslu erlendra bókmennta, fræðilegri
umræðu, menningarskrifum og viðbrögðum innlendra höfunda við mód-
ernisma.46
Hnattfræðing módernismans
Viðtökur módernismans birtast þó ekki síst í bókmenntunum sjálfum á
hverjum stað, í hverju tungumáli. Fái módernismi á vissum stöðum ekki
verulegan slagkraft fyrr en eftir að meintu blómaskeiði módernismans
lýkur (sbr. tímamörkin 1930), þá leysir það engan vanda að kalla hann
eitthvað annað, til dæmis „síðmódernisma“, þótt það hugtak sé skaðlaust
í sjálfu sér. Enn síður er hægt að telja allan módernisma síðgotungslegan
eða afdankaðan sem fram kemur á síðustu sjö áratugum 20. aldar og allt
fram til þessa dags. Í því sambandi má benda á mikilvægi módernismans
á fimmta áratugnum í Svíþjóð og arfleifð hans þar, m.a. í ljóðlist Tomasar
46 Sjá t.d. grein mína „Rithöfundar í útlöndum. James Joyce á Íslandi“, Andvari 2005,
bls. 95–118.
ÁstRÁðuR EystEinsson