Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Qupperneq 33
33
Tranströmers,47 eða í íslenskri ljóðlist frá og með lokum fimmta áratug-
arins48 og í íslenskri skáldsagnagerð frá og með miðjum sjöunda áratugn-
um. Meta verður hverju sinni þær sögulegu forsendur sem vikið var að fyrr
í þessari grein og hina krítísku samræðu módernismans við tungutak og
hefðir samfélagsins hverju sinni.
Í módernismaumræðu síðustu ára hefur skilningur aukist á nauðsyn
þess að greina einstök dæmi um módernisma bæði í alþjóðlegu samhengi
og með hliðsjón af staðarforsendum, greina semsé „hnattstæðinguna“ í
hverju tilviki fyrir sig (svo reynt sé að þýða hið ófrýnilega orð „glocaliza-
tion“, sem er sambræðingur af „global“ og „local“). Þessi umræða hefur
orðið til þess að enn magnast sú frásagnarkreppa sem í grein minni hefur
verið notuð í tvöföldum skilningi: í fyrsta lagi um tungutak og fagurfræði
módernískra verka og í öðru lagi um vandann við að segja sögu módern-
ismans. Tengslin þarna á milli skýrast þegar gætt er að því að frásagn-
arkreppan í verkum módernismans speglast oftar en ekki í viðtökunum: í
brýnni þörf fyrir að skilja hvernig þessi verk tala inn í sögulegt samhengi
sitt. Vandi þess skilnings flyst yfir til þeirra sem reyna að átta sig á hinum
margvíslegu slóðum módernismans um staði og tíma á liðinni öld. Hvert
er sköpulag módernismans þegar horft er yfir sögu hans og hversu vítt þarf
sjónarhorn okkar að vera?
Eftir að ljóst varð að módernismanum yrði ekki svo auðveldlega þrýst
ofan í kistil liðinna tíma og hugtakið öðlaðist á ný miðlæga stöðu í fræði-
legri umræðu, var við því að búast að togast yrði á um gildi þess og skír-
skotun. Áður hefur verið nefnt að endurskoðun módernismans síðustu
árin hafi einkennst af gagnrýni á bæði landfræði og hefðarveldi módern-
ismans eins og hann hefur birst í leiðandi umfjöllun á Vesturlöndum.
Inngang sinn að greinasafninu Geomodernisms frá árinu 2005 kalla ritstjór-
arnir „The Global Horizons of Modernism“, og bókin teygir sig m.a. til
Afríku, Arabalanda og Tævan.49 Sá sem þetta ritar ritstýrði ásamt Vivian
47 Í Noregi má benda á ljóðlist Tors Ulvens á árunum 1980–1995, sbr. tvímála útgáfu
af úrvali ljóða hans með íslenskum þýðingum Magnúsar Sigurðssonar, ásamt
umfjöllun þýðanda þar sem rætt er um hinn móderníska arf í ljóðum Ulvens. Tor
Ulven, Steingerð vængjapör, Magnús Sigurðsson þýddi og ritaði eftirmála, Reykjavík:
Uppheimar, 2012.
48 Sbr. Eystein Þorvaldsson, Atómskáldin. Aðdragandi og upphaf módernisma í íslenskri
ljóðagerð, Reykjavík: Rannsóknastofnun í bókmenntafræði við Háskóla Íslands /
Hið íslenska bókmenntafélag, 1980.
49 Laura Doyle og Laura Winkiel, ritstj., Geomodernisms. Race, Modernism, Modernity,
Bloomington og Indianapolis: Indiana University Press, 2005.
FRÁSAGNARKREPPUR MÓDERNISMANS