Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Page 34
34
Liska stóru greinasafni sem út kom 2007. Umfangi þess er ekki ætlað að
vera hnattrænt heldur er tekið mið af hinum „evrópsku tungumálum“,
sem eru auðvitað ekki evrópsk í þröngum skilningi sem móðurmál fólks í
t.d. Suður-Ameríku eða Eyjaálfu. Við vinnslu bókarinnar var lögð áhersla
á að skapa breiðan samanburðarvettvang þar sem komið yrði að módern-
ismanum úr sem flestum áttum, hugmyndalega og sögulega, auk þess sem
„sneiðmyndir“ voru birtar af módernismanum á hinum ýmsum stöðum
(svæðum og löndum), t.d. Brasilíu, Katalóníu, Norðurlöndum, Ástralíu,
Rússlandi og Hollandi. Reynt var að sýna víðtæka mynd af ólíkum birt-
ingarmyndum módernismans á ýmsum málum og í langtímasýn.50 Þótt
ritstjórar hafi lagt áherslu á nauðsyn þess að endurnýja sögusýn á módern-
ismann, var ekki leitast við að draga úr mikilvægi róttækrar fagurfræði fyrir
skilning okkar á módernismanum og sögu hans. Slík viðleitni setur hins
vegar svolítið mark á inngang ritstjóra bókarinnar Geomodernisms og þó
enn frekar á inngangsgreinar ritstjóra tveggja nýrra og viðamikilla greina-
safna sem Oxford University Press hefur gefið út: The Oxford Handbook of
Modernisms (2010) og The Oxford Handbook of Global Modernisms (2012).
Ómögulegt er að vita hversu mikla áherslu ritstjórar slíkra bóka leggja á
samræðu við einstaka greinarhöfunda í vinnsluferlinu, en inngangsgrein-
arnar byggjast að hluta á vísunum í greinarnar og setja fram túlkanir sínar
á þeim sem og á stöðu rannsókna á hlutaðeigandi sviði. Verður hér horft
stuttlega til þessara inngangsgreina.
Næstum óhjákvæmilegt er að viðleitni til aukinnar hnattvæðingar í
módernismafræðum – sem má þá kannski kalla „hnattfræðingu“ – sé í
kallfæri við þá endurvakningu heimsbókmenntahugtaksins sem sjá hefur
mátt í fjölmörgum greinum og bókum frá liðnum árum.51 Undir merkjum
heimsbókmenntahugtaksins er hægt að ganga út frá ákveðinni jafnaðar-
hugsun þegar farið er milli tungumála og menningarsvæða og eðlilegt að
gagnrýna tilhneigingar til að hugsa um Vesturlönd sem miðlæg og aðra
heimshluta sem jaðar eða einhverskonar afgang (sbr. frasann „the West
50 Ástráður Eysteinsson og Vivian Liska, ritstj., Modernism (tvö bindi), Amsterdam/
Philadelphia: John Benjamins Publishing Company, 2007.
51 Þessi tengsl eru undirstrikuð af Susan Stanford Friedman í greininni „World Mod-
ernisms, World Literature, and Comparativity“, The Oxford Handbook of Global
Modernisms, ritstj. Mark Wollaeger (ásamt Matt Eatough), New York: Oxford
University Press, 2012, bls. 499–525.
ÁstRÁðuR EystEinsson